Hunangsgljáður kjúklingur með pico de gallo

Hægeldaður kjúlli í potti... algjört lostæti

 • Servings: 4
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Hér kemur einn þrusugóður réttur sem tilvalið er að elda í Hönnupotti.  Kjúklingurinn er hægeldaður og er hann algjört lostæti.  Ekki spillir svo meðlætið en karlpeningurinn á heimilinu tók ekki annað í mál en að bjóða líka upp á hrísgrjón. Þeim finnst þau alveg ómissandi til að hella sósunni, sem kemur af kjúllanum, yfir.  Svolítill niðurskurður í meðlætinu en alveg svakalega gott allt saman.

Hráefni

Ath. Það er töluverður niðurskurður og upplagt að nota tæki til að hjálpa við hann.  Þetta eru allt mjög svipuð hráefni og því óþarfi að þrífa tækið á milli.  Kannski best að enda á guacamolinu.

Kjúklingur

 • 1 kjúklingur
 • 2 msk blanda af salti, túrmeriki, cayennapipar, hvítklauk og sítrónupipar (U.þ.b. ½ tsk salt, 1 msk túrmerik, tæplega ¼ tsk cayennapipar, 2 – 3 hvítlauksrif (söxuð) og 1 msk sítrónupipar
 • 2 msk olía

Hunangsgljái

 • ½ tsk malaður svartur pipar
 • 4 msk hunang
 • 3 msk olía
 • 2 msk balsamikedik
 • 1 hvítlauksrif – saxað eða pressað
 • ½  – 1 ferskur chilipipar eða jalapeno – saxað

 

Pico de gallo

 • 4 tómatar -skornir í bita og fræhreinsaðir. Svo skornir i minni bita
 • 1 gulur laukur – saxaður smátt
 • 2 stk ferskur rauður chilipipar – saxaðir
 • 1 tsk ancho chili eða chiliflögur
 • 2 hvítlauksrif – söxuð
 • ½ rauð eða gul paprika
 • Ein lúka ferskt kóriander – saxað
 • 2 msk olía
 • Safi úr 1 stk lime

 

Cuacamole

 • 2 avokadó – mátulega þroskuð (einnig hægt að nota frysta avokadóbita) – maukuð
 • 2 msk rauðlaukur – saxaður
 • 1 tómatur – skorinn í 4 báta… fræhreinsaður og saxaður niður
 • 1 salatlaukur (eða 2 litlir skarlottulaukar)  – saxaður smátt
 • 2 hvítlauksrif – söxuð eða pressuð
 • Safi úr 1 stk lime
 • 2 msk ferskt kóriander eða steinselja
 • Salt og pipar

Salat með svörtum baunum

 • 1 rauðlaukur – saxaður smátt
 • 1 – 2 hvítlauksrif – pressuð/söxuð smátt
 • 1 rauður chilipipar
 • 2 msk olía
 • 400 g svartar baunir – niðursoðnar (safanum hellt frá og þær aðeins skolaðar)
 • Salt og pipar
 • Fersk steinselja eða kóriander

Verklýsing

Kjúklingur

 1. Ofninn hitaður í 115 – 120°C (blástur)
 2. Kryddinu nuddað í kjúklinginn og hann látinn standa og jafna sig í u.þ.b. 20 mínútur. Kjúklingurinn settur í Hönnupott (eða lokað ílát sem þolir að fara í ofn) og olíunni hellt yfir
 3. Lokið sett á og eldað í 3½ klukkustund eða þar til kjúklingurinn fer að ná 75°C. Gott að nota kjöthitamæli (kjúllin þarf að ná 75°C)
 4. Þegar kjúklingurinn hefur verið í rétt rúmar 3 klukkustundir í ofninum er upplagt að hella eða pensla gljáanum yfir hann.  Hitinn er aðeins hækkaður (180°C) og lokið tekið af pottinum til að fá fallegan gljáa á kjúllann. Látið vera í u.þ.b. 10 mínútur í viðbót og penslað aftur. Passa samt að hann brenni ekki

Hunangsgljái

 1. Allt sett í pott og hitað – tekið af hellunni og látið kólna

Pico de gallo

 1. Öllu blandað saman í skál

Cuacamole

 1. Öllu blandað saman í skál

Svartar baunir

 1. Allt sett saman í skál nema baunirnar og kryddjurtirnar.  Baunirnar settar í lokin og svo skreytt með kryddjurtum

Meðlæti: Borið fram með nachos og/eða brauði. Fallegt að skreyta með lime bátum.

 

Kjúklingur á leið í ofninn – ath. lokið á að vera á pottinum

Hunangsgljái í vinnslu

Kjúklingur búinn að vera í 3 klukkustundir í ofninum – hunangsgljáinn á leið yfir kjúklinginn

Pico de gallo  í vinnslu

 

Salat með svörtum baunum í vinnslu

Guacamole í vinnslu

 

Kjúklingurinn tilbúinn – gott að hafa kjöthitamæli til að vera fullviss með steikinguna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*