Rifsberjakaka – auðveld og góð

Auðveld og góð kaka með eldrauðum rifsberjum

  • Servings: 18 - 20 bitar
  • Difficulty: meðal
  • Print

 

Uppruni

Núna þegar rifsberin eru orðin fallega rauð er upplagt að baka eina góða rifsberjaköku.  Þeir sem lausfrysta rifsber ættu ekki að vera í vandræðum með að skella í eina svona hvenær sem er á árinu.  Þessi kaka er bæði auðveld og góð.

Hráefni

Lag 1 – botn

  • 4 dl hveiti
  • 2 dl sykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 100 g smjör – við stofuhita
  • 2 egg
  • 2 dl rjómi

 

Lag 2 – rifsber

  • 3 dl rifsber – án stilka

 

Lag 3 – ofan á

  • 3 dl hafragrjón
  • 1 dl sykur
  • 1 msk vanillusykur
  • ½ tsk salt
  • 100 g smjör

 

Verklýsing

Lag 1 

  1. Ofninn hitaður í 200°C (blásturstilling)
  2. Þurrefnum blandað saman í skál
  3. Smjöri hrært saman við og þar næst eggjum og rjóma
  4. Deigið sett í 20×30 cm kökuform (með bökunarpappír í botninn eða smurt form). Kökuna má líka alveg baka í Hönnupotti

 

Lag 2

  1. Rifsberjum dreift yfir lag 1

 

Lag 3

  1. Þurrefnum blandað saman í skál
  2. Smjör brætt í potti á frekar háum hita.  Brætt þar til smjörið hættir að freyða og er aðeins farið að brenna í botninn (svipað og þegar verið er að búa til þeytt smjör)
  3. Smjöri og þurrefnum blandað saman og dreift yfir rifsberin (lag 2). Kakan bökuð í 20 – 25 mínútur

 

Meðlæti: Þeyttur rjómi eða vanilluís.

Geymsla: Geymist ágætlega við stofuhita

Hráefni

 

Lag 1

 

Lag 2 – rifsber

 

Smjörið brætt fyrir lag 3

 

Lag 3

Eftir baksturinn – skreytt með ferskum berjum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*