Túnfiskveisla af bestu gerð

Túnfiskur og tóm hollusta

  • Servings: 6 - 8
  • Difficulty: meðal
  • Print

 

Uppruni

Hér kemur ein frábær uppskrift úr einu góðu matarboði sem ég fór í fyrir nokkru.  Í uppskriftinni er túnfiskurinn marineraður. Þá er bæði í boði að kaupa hann þannig eða frosinn og setja hann síðan í marineringu.  Það munar töluvert mikið á verði hvor leiðin er valin … bara mikilvægt að gefa sér 1 – 2 daga fyrir marineringuna. Einnig er gott að láta hann þiðna í kæli í rólegheitum yfir nótt.  Það er mjög mikill kostur við þenna rétt hvað hann er þægilegur í undirbúningi … sennilega er mesta áskorunin falin í því að kaupa mátulega þroskuð mangó og avókadó.  Góður og léttur matur í maga sem hægt er að mæla með.

 

Hráefni

  • 150 – 200 g á mann af marineruðum túnfiski (olía, niðurskorinn/rifinn engifer, saxað ferskt kóriander og ferskur rauður chilipipar skorinn í sneiðar (flest fræin fá að fylgja með)
  • Soðin hrísgrjón (gera má ráð fyrir 1 – 2 dl af soðnum hrísgrjónum á mann
  • Chilimæjó
  • Edamame baunir – hægt að kaupa þær frosnar en tilbúnar í Fiska
  • Mátulega þroskað mangó – afhýtt og skorið í fallegar sneiðar
  • Mátulega þroskað avókadó – afhýtt og skorið í fallegar sneiðar
  • Gulætur – skornar í stilka, settar í sjóðandi vatn og soðnar í 3 mínútur
  • Gúrka – skorin í stilka
  • Makadamíahnetur
  • Lime – skorið í báta

Sósa

  • ½ bolli soja sósa
  • ¼ bolli appelsínusafi (u.þ.b. safi úr einni appelsínu)
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 msk hrísgrjónaedik

Verklýsing

  1. Mikilvægt er að taka túnfiskinn úr kæli í tíma svo hann nái stofuhita
  2. Edamame baunir teknar úr frysti og látnar þiðna
  3. Hrísgrjón og gulrætur soðið
  4. Sósa Öllum hráefnum blandað saman
  5. Panna hituð vel og túnfiskurinn steiktur á háum hita í eina mínútu á hvorri hlið. Það sama gildir ef túnfiskurinn er grillaður. Þá er mikilvægt að hitinn sé hár. Eftir steikingu á báðum hliðum er túnfiskurinn settur á bretti og látinn jafna sig aðeins áður en hann er skorinn í fallegar sneiðar
  6. Framsetning: Hún er svolítið persónubundin.  Mér finnst gaman að skammta hráefni á disk fyrir hvern og einn og skera svo túnfiskinn í þunnar sneiðar.  Einnig má setja á eitt stórt fat eða mörg föt þannig að hver og einn fær sér að vild

 

Hráefni í sósuna

Túnfiskur og hluti af meðlætinu

 

Túnfiskurinn á grillið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*