Hvernig á að sjóða hrísgrjón?

Hvernig á að sjóða hrísgrjón

  • Servings: 1 - 2
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Nokkur grundvallaratriði í matseld vefjast stundum fyrir heimilisfólkinu og hef ég vinsamlegast verið beðin um að setja inn þessar upplýsingar.  Hér kemur það fyrsta…. hvernig sjóða skal hrísgrjón.  Ég átta mig á að til eru nokkrar útgáfur – sumir vilja að hrísgrjón séu smá klístrug og aðrir vilja að þau séu laus í sér.  Mér finnst gott þegar þau loða aðeins saman en þetta snýst líka um hvaða tegund er notuð. Hér kemur okkar útgáfa af því hvernig sjóða skal hrísgrjón…

Hráefni

  • 1 dl hrísgrjón – við notum Jasmine hrísgrjón
  • 2 dl vatn
  • ¼ tsk salt

 

Verklýsing

  1. Vatn sett í pott og hitað að suðu
  2. Hrísgrjónin sett út í – blandað saman ásamt salti, hitinn lækkaður og hrísgrjónin látin malla í 22 mínútur.  Hitinn ætti að vera á milli meðalhita og lægsta hita. Lokið er haft á nema rétt fyrst á meðan hitinn er að ná suðu og lækkaður síðan – þá er smá rifa höfð svo bubblist síður upp úr pottinum

Nokkur atriði til viðbót:

  1. Sumum finnst betra að skola hrísgrjónin fyrst þannig að sterkjan fari úr þeim. Það er hægt að gera með því að láta þau liggja í vatni (alveg upp í klukkustund) áður en þau eru soðin  og sigta þau svo frá.  Stundum set ég þau í vatn og læt suðuna koma upp – læt þau sjóða aðeins í nokkrar mínútur og skola síðan. Þá þurfa þau aðeins minni suðu
  2. Stundum er sniðugt að breyta til og setja t.d. turmerik í vatnið þannig að hrísgrjónin verði gul – það þótti börnunum mínum stundum sport þegar þau voru minni
  3. Upplagt að nota afganga í hrísgrjónagraut eða steikja þá á pönnu með kryddi sem hverjum og einum finnst gott
  4. Soðin hrísgrjón geymast vel í kæli – það fer ekki á milli mála ef þau eru orðin of gömul – nota bara nefið

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*