Salat – grískt og gott

Flottur forréttur eða gott meðlæti

  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Það virðist vera óskráð regla hjá Grikkjum að fá sér salat í forrétt en það var meginreglan þegar ég var þar í sumar.  Ég er meira vön því að borða salatið með matnum en fannst þetta sniðug leið …. að byrja á að seðja mesta hungrið með hollustu. Salatið er yfirleit skorið gróflega niður og svo er tzahziki sósa alveg ómissandi með.

Hráefni

  • Gúrka – flysjuð og skorin í bita
  • Tómatar – skornir í báta
  • Paprika – fræhreinsuð og skorin í bita
  • Laukur – skorinn í ræmur
  • Salat – skorið fínt (ekki alltaf haft með)
  • Fetaostur – skorinn í bita (hægt að fá mjög góðan fetaost í Istanbúl market)
  • Svartar ólífur (litlar og með steinum)
  • Kapers (niðursoðið)
  • Blanda af þurrkuðu kryddi (óreganó, timjan, basil, majoram)

Verklýsing

  1. Gott að byrja á því að skera niður laukinn og láta hann liggja góða stund í köldu vatni.  Þannig verður hann mildari – vatnið er svo sigtað frá.  Salat, gúrka, tómatar, paprika, kapers, fetaostur og ólífur sett í skál og blandað saman ásamt lauknum.  Kryddinu er svo stráð yfir í lokin

Meðlæti: Borið fram með tzatziki sósu.

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*