Risarækjur á salatbeði …. bið ekki um meira

Frábær forréttur eða aðalréttur

  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Hér kemur mín útgáfa af frábæru salati sem ég fékk á veitingastað um daginn.   Ég hef bæði boðið upp á það sem forrétt og sem aðalrétt en …..fyrir salatfólkið er hann alveg sérstaklega góður.  Sjálft salatið má útbúa fyrr um daginn og láta það liggja í köldu vatnsbaði – bara svona til að það haldi ferskleikanum.

Forvinnsla

Það er upplagt að taka risarækjurnar úr frysti daginn áður og láta þær þiðna í rólegheitum í kæli.

Hráefni

Salat

Ath. Það er mjög mismunandi hve mikið magn af salati fólk kýs að borða.  Það er alls ekki heilagt að nota allt á hráefnalistanum en mér finnst grænu eplin gefa ferskan blæ og fennelið skemmtilegt bragð.

  • Gulrætur – rifnar gróft
  • Græn epli – rifin gróft
  • Hvítkál – skorið í þunnar ræmur
  • Rauðkál – skorið í þunnar ræmur
  • Fennel – skorið í þunnar sneiðar
  • Radísur – rifnar gróft
  • Gúrka – rifin gróft eða skorin í litla bita
  • Sellerí – skorið í þunnar sneiðar (má sleppa)
  • Salat (t.d. íssalat eða grænkál) – skorið smátt

 

Risarækjur (Tígrisrækjur)

  • Risarækjur – í forrétt set ég yfirleitt 3 rækjur á hvert spjót – í aðalrétt er eins og með salatið. Magnið er svolítið smekksatriði
  • Hvítlaukssalt – frá Pottagöldrum (má sleppa)

 

Sósa

  • Klípa af smjöri
  • 1 – 2 hvítlauksrif – pressuð eða söxuð mjög smátt
  • Vökvinn sem kemur af rækjunum
  • 1 – 2 dl rjómaostur eða mascarponeostur
  • 1 dl hvítvín
  • 1/2 – 1 dl rjómi
  • Hvítlaukssalt – frá Pottagöldrum
  • 2 – 4 msk ljós sósuþykknir

Hugmynd að skrauti

Verklýsing

Salat

  1. Allt hráefnið skorið niður og rifið gróft – lagt í kalt vatnsbað.  Þar má það vera í nokkurn tíma en það heldur salatinu fersku og eplin verða síður brún
  2. Vatnið látið renna af salatinu í gegnum sigti…  um að gera að nota salatvindu ef hún er til.  Ef hún er ekki til má alltaf leggja það á eldhúspappír ef með þarf

 

Sósa

  1. Smjörklípa sett í pott ásamt hvítlauk – látið krauma aðeins undir meðalhita.  Vatninu, sem kemur af risarækjunum (í pokanum), er bætt við í pottinn og hitinn hækkaður
  2. Rjómi, rjómaostur og hvítvín sett út í – hrært saman
  3. Sósuþykkni bætt við og suðan látin koma upp – gott að hræra í á meðan
  4. Kryddað með hvítlaukssalti og potturinn tekinn af hellunni

 

Tígris/Risarækjur

  1. Muna að halda vökvanum af rækjunum eftir – til að nota í sósuna
  2. Þegar ég bý til forréttinn set ég þrjár rækjur á hvert spjót (krydda þær aðeins) og grilla eða steiki (á spjótinu) þar til þær fá þennan fallega bleika lit.  Ef rétturinn á að vera aðalréttur eru fleiri rækjur í boði.  Betra að grilla rækjurnar á spjótum (gott að láta þau liggja í vatni áður en rækjurnar eru þræddar á) en ef þær eru steiktar á pönnu má sleppa þeim og steikja þær einar og sér upp úr klípu af smjöri (krydda aðeins) þar til þær eru orðnar bleikar á lit

Hugmynd að skrauti

  1. Parmesanostur rifinn yfir eða tilbúnar Lava Chese kökur

Samsetning

Ath – hitastig Varðandi hitastig þá er það smekksatriðið hvort sósan eigi að vera heit og risarækjurnar einnig eða bara við stofhita.  Mér finnst best ef salatið er við stofuhita.  (Ef salatið er geymt í kæli er betra að taka það út eitthvað áður svo það sé ekki ísskápskalt þegar það er borið fram)

  1. Salatið sett í stóra skál eða á forréttardiska
  2. Sósu hellt yfir
  3. Rækjur settar ofan á – ef salatið er aðalréttur er um að gera að nota salattöng til að blanda öllu saman
  4. Skreytt með stökkri parmesanköku eða muldum Lava Cheese kökum

 

Rækjur grillaðar á spjóti

Rækjur steiktar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*