Djúpsteiktur kjúklingur – djúsí og kósý

Stökkur og góður kjúklingur

 • Servings: 5 - 6
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Sumum í fjölskyldunni finnst KFC gott.  Skil það nú ekki alveg en er samt algjörlega til í að gera tilraunir með að elda svipaðan kjúlla heima.  Uppskriftina fann ég á netinu en þetta er víst leyniuppskrift! Sel það ekki dýrara en ég keypti  …. allavega búin að prófa mig áfram og útkoman er mjög djúsí og góður kjúlli.  Hann er eingöngu djúpsteiktur í 2 – 3 mínútur en eldaður svo áfram í ofninum.  Olían verður gruggug þar sem kryddið og hveitið blandast aðeins saman við.  Það kom skemmtilega á óvart hvað lítið fór af olíunni.

Olía: Olíuna má nota aftur með því að sía hana með eldhúspappír eða kaffisíu.  Yfirleitt nota ég sömu olíu tvisvar.

 

Hráefni

Kjúklingur

 • 16 bitar af kjúklingi (ég notaði bæði kjúklingaleggi og úrbeinuð kjúklingalæri)
 • Olía til djúpsteikingar (sólblómaolía)

Dýfa nr. 1

 • 4 dl ab mjólk
 • Nokkrir dropar af tabascosósu
 • Nokkrir dropar af sojasósu

Dýfa nr. 2 – þurrblanda

 • 5 dl hveiti
 • 1 tsk gróft salt
 • ½ tsk timjan
 • ½ tsk basil
 • ½ tsk oreganó
 • 1 tsk sellerísalt
 • 1 tsk svartur pipar – mulinn
 • 1 tsk Yellow mustard sinnep
 • 4 tsk paprika
 • 2 tsk ítölsk hvítlauksblanda (eða sambærilegt)
 • 1 tsk mulið engifer
 • 2 tsk hvítur pipar – mulinn

 

Verklýsing

 1. Öllu hráefni í dýfu nr. 1 blandað saman í skál
 2. Öllu hráefni í dýfu nr. 2 blandað saman í stóra skál
 3. Kjúklingabitum dýft einum í senn ofan í dýfu nr. 1 – látið renna aðeins af og síðan lagt í dýfu nr 2.  Láta bitann jafna sig aðeins eftir dýfu nr. 2 – setja bitana á disk á meðan fleirum er dýft ofan í
 4. Olía hituð og ofninn hitaður í 160°C (yfir- og undirhiti).  Ath. Það er trix að setja kjúllann ofan í þegar réttur hiti er.  Hitinn má ekki vera of lágur en ekki heldur alltof hár.  Gott að nota hitamæli og upplagt að setja kjúllann ofan í þegar hitinn mælist 160°C. Gott að setja 2 – 3 bita í einu ofan í pottinn (háð stærð)
 5. Bitarnir eru djúpsteiktir í u.þ.b. 2 mínútur á háum hita. Þeir eru svo lagðir á grind (með bakka/ofnskúffu undir) og settir í ofninn. (Ef bitarnir eru lagðir beint í ofnskúffu og inn í ofn verða þeir of blautir þar sem þeir liggja þá í olíu). Bitarnir látnir vera í ofninum í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til þeir eru steiktir í gegn.  Ath. Ef kjúllinn er með beini þurfa þeir kannski nokkrar mínútur í viðbót

 

 

Meðlæti: T.d. Djúpsteiktar kartöflur, vetrarsalat og heimargerð kokteilsósa eða chilimæjó.

Kryddið 

Dýfa nr. 1 og nr. 2

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*