Það toppar fátt þennan þristaís

Þristaís er ísinn minn

  • Servings: /Magn: U.þ.b. 1 lítri
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Eftir að ég eignaðist ísvél finnst mér alveg sérstaklega gaman að búa til hinar ýmsu tegundir af ís og er þessi þristaís klárlega vinsælastur á heimilinu.  Einfaldur og góður og frábært að geta gripið í hann úr frystinum til að bjóða upp á í eftirrétt.  Mér til gamans set ég hann í ískaldan Hönnupott og inn í frysti.  Eftirrétturinn er þá bara klár beint úr frystinum á borðið.

Hráefni

  • 6 dl rjómi
  • 3 dl mjólk
  • 3 – 4 dl púðursykur
  • 3 egg
  • 300 g þristar (6 stórir eða 18 litiir) – skornir í bita
  • 1 dl sykur
  • Skraut: 1 – 2 pokar þristakúlur – saxaðar smátt.  Einnig gaman að skreyta með öðru lakkrístengdu eða míni perlum

Verklýsing

  1. Rjómi, mjólk, púðursykur og þristabitar sett í pott og hitað þar til þristar hafa bráðnað saman við blönduna. Lakkrísbitar þurfa ekki að bráðna
  2. Tekið af hellunni og látið kólna
  3. Eggjahvíturnar aðskildar frá rauðunum og lagðar til hliðar. Eggjarauðurnar þeyttar saman við sykurinn og þristablöndunni blandað varlega saman við. Gott að hafa í skál með loki
  4. Eggjahvítur stífþeyttar og blandað mjög varlega saman við þristablönduna með sleikju. Lokið sett á skálina og geymt í kæli yfir nótt
  5. Sett í ísvél daginn eftir. Gera þarf ísinn í tvennu lagi þar sem öll blandan kemst ekki ofan í ísvélina í einu – sett í box eða Hönnupott (gott að kæla hann fyrst aðeins í frysti)
  6. Skrautinu dreift yfir í lokin

Ef þú átt ekki ísvél verður áferðin öðruvísi en þá má nota þessa aðferð: Rjóminn er þeyttur.  Þristar og mjólk brætt saman – kælt. Púðursykur og sykur þeytt saman við eggjarauðurnar og þristablöndunni blandað saman við ásamt þeytta rjómanum.  Eggjahvíturnar þeyttar og þeim blandað varlega saman við í lokin – sett í form og inn í frysti. Betra að setja plastfilmu yfir ef geyma á ísinn í frystinum.

 

Hráefni

Lakkrísinn þarf ekki að bráðna
Blandan  látin  kólna…

Tvöföld uppskrift sett í stórt box

Blandan á leið í ísvélina…

Ísinn kominn annarsvegar í box og í pott

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*