Brokkolísalat með grillmatnum… styttist ekki í sumarið?

Brokkolísalat - ferskt og brakandi

 • Servings: /Magn: 1 skál
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þetta salat fékk ég í matarboði en er búin að breyta því og aðlaga að heimilisfólkinu.  Flott með grillmatnum eða bara í staðinn fyrir kartöflur eða hrísgrjón.

Hráefni

 • 1½ dl grísk jógúrt
 • ½ dl majó
 • 2 tsk harrissa/sambal oelek
 • Brokkolí – stórt höfuð
 • 3 – 4 gulrætur
 • pipar
 • 3 – 5 döðlur
 • Skraut: T.d. Nigella fræ

Verklýsing

 1. Majónesi, samal oelek (eða harissu) og grískri jógúrt blandað saman í skál.  Döðlur skornar í litla bita og bætt saman við
 2. Botnfylli af vatni sett í pott og hitað að suðu. Brokkolí hlutað niður, gulrætur skornar í bita og léttsoðið í vatninu í 3 – 5 mínútur (fer eftir stærð) – aðeins kælt
 3. Grænmeti blandað saman við jógúrtblönduna og piprað

Gott með

Brauði eða hrökkkexi.

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*