Prinsessuterta með mangó og kókos

Prinsessuterta með nýjum blæ

  • Servings: 6-8
  • Difficulty: meðal
  • Print

 

Uppruni

Prinsessutertan er alltaf í uppáhaldi en það má alveg búa til aðra útgáfu… og hér kemur ein.  Spennandi útgáfa af góðu prinsessutertunni en svo skemmtilega vill til að hún er uppskrift nr. 600 sem birtist hér á síðunni.

 

Hráefni

Botn

  • Smjör og kókosmjöl – smurt og stráð yfir kökuformin
  • 3 egg
  • 1½ dl sykur
  • ¾ dl kartöflumjöl
  • ¾ dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft

 

Mangókrem

  • 120 g fryst mangó eða ferskt
  • 1½ tsk maizenamjöl
  • 1 tsk vatn
  • ½ tsk sítrónusafi
  • 1 msk sykur

 

Kókoskrem

  • 2 dl kókosmjólk
  • ½ dl sykur
  • ½ vanillustöng
  • 1 msk maizenamjöl
  • 2 eggjarauður
  • 25 g smjör – við stofuhita

 

Fylling og skraut

  • 1½ – 2 dl rjómi
  • 350 g hjúpmarispan – hvítt (fæst t.d. í Fjarðarkaupum)
  • 1½ – 2 dl rjómi

Verklýsing

Botnar

  1. Ofninn hitaður í 175°C á yfir- og undirhita (eða 170°C á blæstri)
  2. Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós
  3. Þurrefnum blandað saman (ágætt að sigta saman hveiti, lyftiduft og kartöflumjöl).  Blanda varlega saman með sleikju
  4. Sett í 20 cm hringlaga form (eitt eða tvö) – smjörpappír settur í botninn – botn og hliðar smurt með smjöri. Kókosmjöli stráð á botn og í hliðar formsins
  5. Bökunartími fyrir eitt 20 cm form er 30 mínútur en 15 mínútur ef bakað er í tveimur formum – passa að brenni ekki (gott að leggja bökurnarpappír yfir ef yfirborðið er orðið of dökkt)
  6. Ágætt að láta botnana kólna í ofninum svo að þeir falli síður. Láta kólna í forminu – kökurnar teknar úr formunum. Ef bakað er í einu formi er kökunni skipt í tvennt

Mangókrem

  1. Mangó maukað saman í matvinnsuvél eða með töfrasprota og sett í pott
  2. Maizenamjöl og vatn blandað saman í skál
  3. Mangómaukið hitað á meðalhita með sítrónusafa, maizenablöndunni og sykri – hrært í stöðugt
  4. Þegar blandan hitnar þykknar hún – hellt í skál og látin kólna

Kókoskrem

  1. Kókosmjólk og helmingnum af sykrinum sett í pott
  2. Vanillustöngin klofin í tvennt og kornin sköfuð úr – kornin og stöngin sett í pottinn og suðan látin koma upp
  3. Hinn helmingurinn af sykrinum settur í skál og blandað saman við afganginn af maizenamjölinu. Eggjarauður settar út í  – hrært saman (með þeytara eða í hrærivél)
  4. Vanillustöngin tekin upp úr pottinum og heitri mjólkinni hellt í mjög mjórri bunu í eggjablönduna og hrært stöðugt í – þannig er komið í veg fyrir að eggjarauðurnar soðni (og blandan verði kornótt)
  5. Blandan sett í pott og hituð rólega – hrært áfram stöðugt í.  Þegar blandan hitnar þykknar hún – þá er potturinn tekinn af hellunni og smjöri bætt við. Blandan kæld aðeins og sett í skál með loki eða plastfilmu yfir.  Sett í kæli

Fylling og samsetning

  1. Rjómi þeyttur (1½ – 2 dl) og honum blandað saman við kókoskremið
  2. Botninn skorinn í tvennt ef bakað er í einu formi. Fyrri botninn settur aftur í smelluformið og mangókreminu smurt yfir
  3. Kókosrjómanum smurt yfir mangókremið og seinni botninn lagður yfir. Plastfilma lögð yfir og tertan látin jafna sig í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt
  4. Smelluformið tekið af tertunni og hún sett á kökudisk. Rjóminn þeyttur (1½ – 2 dl) smurt ofan á kökuna og aðeins niður á hliðarnar. Hafa vel af rjóma efst á brúninni
  5. Fletja út hjúpmarsipanið – gott að gera það á bökunarpappír með flórsykri yfir. Mæla hæðina á tertunni – tvöfalda þá tölu og bæta þvermálinu 20 cm við. Fletja marsipanið þannig út að það nái að hylja alla tertuna
  6. Hjúpurinn lagður yfir tertuna og skorinn frá við botninn
  7. Í lokin eru búnar til rósir eða snæri úr afganginum til að skreyta með
  8. Kakan er látin standa í kæli áður en hún er borin fram – athuga að ekki setja plastfilmu yfir hana. Kakan þolir vel að vera skreytt inni  í kæli yfir nótt

 

Hráefni í botnana

Hráefni í mangókremið

 

 

Hráefni í kókoskremið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*