Einföld Rice Krispiesterta

Einföld Rice Krispiesterta

  • Servings: 10
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessa köku fékk ég oft hjá frænku minni. Hún hafði hana á boðstólnum þegar hún var með margmennar veislur og þá bara með rjóma á milli. Stundum gerði hún kökuna aðeins meira fullorðins og setti þá niðurskorin epli í rjómann.  Fyrir lakkrísfólkið má bæta kúlusúkki við rjómann og líka búa til kúlusúkkkrem ofan á.

 

Hráefni

Botnar

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 5 dl Rice Krispy

Fylling

  • 2½ dl rjómi
  • Epli
  • Kúlusúkk eða kúlumarispan

Verklýsing

  1. Ofn stilltur á 145°C (blásturstilling)
  2. Eggjahvítur þeyttar með 1 dl af sykri
  3. Afgangi af sykri bætt við (jafnt og þétt) ásamt púðursykrinum – þeytt
  4. Rice Krispy blandað varlega saman við með sleikju
  5. 2 botnar (24 cm) mótaðir á smjörpappír
  6. Bakað í 50 – 60 mínútur
  7. Fylling: Rjómi þeyttur og settur á milli.  Ef epli eða kúlusúkk fá að fljóta með er eplið skorið niður í litla bita og kúlusúkkið skorið í bita …  blandað saman og sett á milli botnanna
  8. Þeir sem vilja gera kökuna meira djúsi geta brætt saman kúlusúkk og vatn og hellt því yfir kökuna

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*