Ferskur og góður hindberjasorbet

Hindberjasorbet

  • Servings: U.þ.1 lítri
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi sorbet er bæði hressandi ferskur og góður.  Fyrir þá sem eiga ísvél er einfalt að búa þetta til og ekki spillir fyrir hvað það er hressandi og gott.

Hráefni

  • 1 vanillustöng
  • 500 g frosin hindber
  • 1 l vatn
  • 400 g sykur
  • 8 stk svört piparkorn
  • 2 lífrænar sítrónur – sítrónubörkur rifinn og safinn kreistur
  • Hindber til skreytingar

Verklýsing

  1. Vanillustöngin klofin í tvennt
  2. Hindber hituð í potti með vatni og sykri ásamt vanillustönginni og piparkornum – suðan látin koma upp og soðið í 3 – 4 mínútur
  3. Hindberjablandan tekin af hellunni – sítrónusafa og berki bætt við  – látið standa í 20 mínútur
  4. Sett í sigti – piparkorn og vanillustöng tekið upp úr
  5. Það má alveg taka hluta af hindberjakornunum og blanda þeim aftur saman við
  6. Geymt í kæli yfir nótt (í lokuðu íláti) og sett í ísvél daginn eftir
  7. Gera þarf sorbetinn í tvennu lagi þar sem öll blandan kemst ekki ofan í ísvélina – sett í box og í frystinn

 

Meðlæti: Bera má fram sorbetinn t.d. með ferskum ávöxtum, hring af möndluköku, marengstoppi, smá dreitli af Limoncello, sítrónuskrauti eða bara því sem hverjum og einum dettur í hug.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*