Sítrónuskraut

Sítrónuskraut

 • Servings: /Magn: U.þ.b. 1 dl
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Fann þessa uppskrift í sænsku blaði. Þetta skraut hef ég notað á Sítrónuostakökuna með bláberjahlaupi (sjá – Kökur) og á Sítrónusörur (sjá – Jól og Smákökur).

Forvinna

Þetta má gera löngu áður og geymist vel í kæli.

Hráefni

 • 2 lífrænar sítrónur
 • 1 l sjóðandi vatn
 • 2 dl kalt vatn
 • 1 dl sykur
 • 1 msk sýróp
 • Sykur – utan á sítrónustrimlana

Verklýsing

 1. Skola sítrónurnar og afhýða – langir strimlar. Hægt að nota kartöfluskrælara eða hníf. Reyna að hafa lítið af hvítu með – hún gefur beiskt bragð
 2. Skera strimlana í þunnar ræmur
 3. Hita vatn í potti og strimlarnir settir í sjóðandi vatnið – látið sjóða í u.þ.b. 5 mínútur og vatnið sigtað frá. Þetta er endurtekið þrisvar sinnum
 4. Sjóða vatn (2 dl), sykur og sýróp í potti á lágum hita. Setja strimla í vatnið og látið sjóða í 10 – 12 mínútur. Blandan þykknar nokkuð
 5. Takið pottinn af hellunni og látið kólna. Takið strimlana – einn og einn og látið mesta vatnið renna af á eldhúspappír
 6. Veltið strimlunum upp úr sykri
 7. Gott að setja í kæli í lokuðu íláti

Geymsla

Þetta geymist vel og lengi í kæli.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*