Retro nautalund, bökuð kartafla og heimagerð bearnaise-sósa

Retro nautalund með bakaðri kartöflu, grænmeti og heimalagaðri bearnaisesósu

 • Servings: 8-10 manns
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Eftir nokkrar tilraunir í steikingu er komin ágætis þumalfingursregla varðandi steikingartíma – samt ennþá á tilraunastigi. Það sama má segja um bökunarkartöflur og sósu.

Hráefni

Kjöt, kartöflur og grænmeti

 • U. þ.b. 2 kg nautalund – snyrt og skorin í fallegar steikur
 • 10 – 12 bakaðar kartöflur
 • Gróft salt
 • Spergilkál, gulrætur, maisbaunir og sveppir – háð smekk hvers og eins
 • Smjör til steikingar

 

Bearnaisesósa með tilbúnum essens

 • 400 g smjör
 • 7 eggjarauður
 • 1½ – 2 msk bearnaise essens
 • 1½ – 2 tsk estragon (1½ msk ferskt)
 • 1 tsk kjötkraftur

 

Bearnaisesósa úr eigin grunni

Verklýsing

Kjöt og kartöflur

 1. Ofninn hitaður í 200°C – blástur
 2. Kartöflur stungnar með gaffli, slatti af grófu salti sett á álpappír og hverri kartöflu pakkað vel inn. Kartöflur settar í ofninn og bakaðar í 1-2 klukkutíma (það mun leka vökvi úr þeim). Hægt er að taka álpappírinn af í lokinn af kartöflunum og setja inn í ofn til að hýðið verði stökkt. Til að halda kartöflunum heitum er hægt að láta þær vera í ofninum á meðan kjötið er eldað
 3. Hitinn á ofinum er lækkaður í 100°C . Gott að hita líka diskana sem kjötið á að fara á
 4. Nautalundir marðar aðeins með buffhamri
 5. Kjötið steikt fyrst á pönnu/grilli – sett síðan í ofn.  Steikingartími – sjá töflu.

 

Þyngd á kjöti Steiking á pönnu/grilli Rare Medium rare Medium Medium well
100 g 2 mín. hvor hlið 4 mín. 7 mín. 10 mín. 12 mín.
150 g 2,5 mín. hvor hlið 5 mín. 8 mín. 11 mín. 14 mín.
200 g 3 mín. hvor hlið 6 mín. 10 mín. 12 mín. 15 mín.

 

Grænmeti

 1. Grænmeti soðið (ekki of lengi). Gott að steikja það aðeins á pönnu. Sveppir steiktir í smjöri

 

Bearnaissósa

 1. Smjör brætt í skál á potti yfir vatnsbaði – á vægum hita. Mikilvægt að smjörið bráðni rólega og að vatn blandist ekki saman við. Ekki láta lok yfir. Bræddu smjöri hellt í sósukönnu – auðveldara að hella
 2. Eggjarauður hrærðar saman í stórri skál með vispara – sett í heitt vatnsbað (gott ofan í vaskinum). Til að sem best lukkist er mikilvægt að eggjarauðurnar séu við stofuhita þ.e. að hitastig þeirra og smjörsins sé svipað. Gott að tveir hjálpist að – annar pískar eggjarauðurnar (í vatnsbæðinu) á meðan hinn helllir rólega smjörinu út í
 3. Essens, estragon og kjötkrafti bætt við
 4. Það getur verið erfitt að hita sósuna mikið meira þar sem hún getur þá auðveldlega ystað. Það er alveg hægt að laga sósuna áður og hita hana svo aftur – það getur samt verið varasamt og þarf að gera hægt og varlega.
 5. Ef raðað er á disk er sósan sett fyrst og kjötið ofan á

Meðlæti

Borið fram með soðnu grænmeti eins og t.d. gulrótum, spergilkáli og steiktum sveppum.

Gaman að hafa blað við hvern disk þar sem hver og einn skráir óskir sínar varðandi meðlæti og steikingu.  Raðað er á diskinn í samræmi við það.

 

retrosteik

steik2

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*