Sætabrauð með kúrbítum - Zucchinisætabrauð
Uppruni
Þessa uppskrift fékk ég fyrir langalöngu hjá konu sem sá um matreiðsluna í fyrirtæki sem ég vann hjá.
Hráefni
- 3 egg
- 1½ dl olía (1 bolli)
- 225 g hrásykur (1 bolli) – ef hvítur sykur er notaður þá má hafa aðeins meira af honum
- ¾ tsk vanilla extract
- 420 g hveiti (3 bollar)
- 3 tsk kanill
- 1 tsk salt
- 1 tsk natron
- ½ tsk lyftiduft
- Einn stór kúrbítur (zucchini) eða u.þ.b. 450 g – rifinn
Verklýsing
- Ofninn hitaður í 180°C
- Egg, sykur, olía og vanilla þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós
- Kanil, salti, natron og lyftidufti bætt í skálina ásamt hveitinu – gott að sigta það
- Kúrbítur rifinn með rifjárni og bætt við deigið
- Deigið sett í stórt smurt form (30×13 cm) eða tvö lítil
- Bakað í u.þ.b. 60 mínútur
Meðlæti
Gott með smjöri og osti. Mjúkt og gott daginn eftir.


[/recipe]



