Kóngssveppahorn

Kóngssveppahorn

 • Servings: 20 lítil horn eða 10 stór horn
 • Difficulty: miðlungs
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá mömmu og er hún heimatilbúin.  Notaðir eru þurrkaðir kóngssveppir sem þau hjón tína og þurrka. Hægt er að kaupa svipaða sveppi í matvörubúðum.  Kóngssveppahorn er tilvalinn forréttur en hefur einnig oft verið á veisluborðinu.  Þá eru þau höfð minni og þarf að gæta þess að setja ekki of mikla fyllingu (hlutfallslega minna en í þau stærri) í hvert horn þar sem þá getur lekið úr þeim.

Forvinna

Upplagt er að laga fyllinguna áður en einnig er hægt að útbúa hornin einhverju áður, geyma í kæli og baka rétt áður en þau eru borin fram.

Hráefni

 • 1 pakki Findus smjördeig – 5 plötur
 • 30 – 40 g þurrkaðir kóngssveppir – klipptir í litla bita
 • 80 – 90 g smjör
 • 25 – 30 g rjómaostur (Philadelphia)
 • 1-2 dl mjólk
 • ½ tsk soya
 • 1-2 dl rjómi
 • 2 msk maizena sósujafnari (dökkur)
 • ½ tsk saltflögur
 • Nýmalaður pipar

Verklýsing

 1. Sveppirnir látnir malla í smjörinu við vægan hita í u.þ.b. 5 – 10 mínútur, eða þangað til þeir taka lit. Hrært í annað slagið – mega ekki brenna
 2. Mjólk og rjóma bætt í smám saman ásamt rjómaosti  – sem og soyasósu. Þykkt með maizena – suðan látin koma upp og hrært í stöðugt þar til sveppastúfið er orðið þykkt – saltað og piprað. Stúfið látið kólna
 3. Smjördeigspakkinn tekinn úr frysti og látin þiðna aðeins. Hver smjördeigsplata flött aðeins út og skorin í tvennt. Ágætt að hafa smá hveiti við höndina. Hvor hluti á að vera u.þ.b. 14-15 cm á kant – á að vera ferningur.  Ferningur skorinn í hornalínuna þannig að tveir þríhyrningar myndast (sjá mynd). Ef búa að til stór horn eru ferningurinn ekki skorinn í hornalínuna heldur fylling sett í miðjan ferninginn og lokað þannig að þrihyrningur myndast
 4. Fyllingin vegur u.þ.b 370 gr – tæp 20 g í hvert horn.Fylling sett á annnan enda helmingana og brotið í þríhyrning (sjá mynd). Klemmt saman með gaffli á köntum. Má gjarnan pensla kantana með eggjahvítu áður en tíglarnir eru brotnir saman en ekki nauðsynlegt
 5. Penslað með eggi og bakað í 200°C ofni í ca. 20 mínútur eða þar til hornin eru orðin fallega brún. Stundum lekur aðeins fyllingin úr (sérstaklega ef mikið er í þeim) en það er allt í lagi – þá er það bara látið fylgja með á diskinn

kongssveppasyning

 

kongssveppahorn

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*