Uppruni
Þessi réttur kemur frá ítalskri fjölskyldu.
Hráefni
- Extra virgin ólífuolía
- 1 hvítlauksgeiri – skorinn í tvennt
- Brauðsneiðar – t.d. snittubrauð, súrdeigsbrauð eða sólarhringsbrauð
- Salt
- Vel þroskaðir tómatar
- Ferskt basil
- Oreganó (má sleppa)
Verklýsing
- Afhýðið og skerið niður tómata. Gott að setja þá í heitt vatn þá losnar hýðið. Einnig er hægt að velja fljótlegri leið þ.e. að skera tómatana niður án þess að taka hýðið af
- Saxið basil og bætið því við tómatana ásamt olíu – látið standa í u.þ.b. 15 mínútur. Salti stráð yfir
- Samkvæmt hefðum er bruschetta hitað yfir kolum sem gefur ákveðið bragð. Ef notað er grill í ofninum skal rista báðar hliðar varlega
- Brauðið sett á disk og hvítlauknum nuddað vel á aðra hlið þess. Hæfilegu magni af tómatmauki sett ofan á
- Oregano sett á brauðið og hellt rausnalega af olíu yfir
- Borið fram sem forréttur eða antipasto



