Home » Ítalskt tomato bruschetta – brushetta al pomodora

Ítalskt tomato bruschetta – brushetta al pomodora

  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Þessi réttur kemur frá ítalskri fjölskyldu.

Hráefni

  • Extra virgin ólífuolía
  • 1 hvítlauksgeiri – skorinn í tvennt
  • Brauðsneiðar – t.d. snittubrauð, súrdeigsbrauð eða sólarhringsbrauð
  • Salt
  • Vel þroskaðir tómatar
  • Ferskt basil
  • Oreganó (má sleppa)

Verklýsing

  1. Afhýðið og skerið niður tómata. Gott að setja þá í heitt vatn þá losnar hýðið. Einnig er hægt að velja fljótlegri leið þ.e. að skera tómatana niður án þess að taka hýðið af
  2. Saxið basil og bætið því við tómatana ásamt olíu – látið standa í u.þ.b. 15 mínútur. Salti stráð yfir
  3. Samkvæmt hefðum er bruschetta hitað yfir kolum sem gefur ákveðið bragð. Ef notað er grill í ofninum skal rista báðar hliðar varlega
  4. Brauðið sett á disk og hvítlauknum nuddað vel á aðra hlið þess. Hæfilegu magni af tómatmauki sett ofan á
  5. Oregano sett á brauðið og hellt rausnalega af olíu yfir
  6. Borið fram sem forréttur eða antipasto

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*