Möndlukaka sem massar eftirréttinn

Sykurlítil og afbragðsgóð möndlukaka

 • Difficulty: auðvelt
 • Print

 

Uppruni

Hér kemur ein án viðbætts sykurs og er afbragðsgóð…  hún er alveg upplögð til að nota í eftirrétt t.d. með ís.  Það má nota hring til að skera út litlar kökur og bera fram á eftirréttadiski með rjóma, ís eða því sem hverjum og einum dettur í hug.  Kakan endist ágætlega og helst góð í nokkra daga.

Hráefni

 • 250 g kransakökumassi (a.m.k. 63% af möndlum)
 • 120 g smjör – við stofuhita
 • 3 egg
 • ½ dl möndlumjöl
 • 1 lífræn sítróna – bara börkurinn
 • Ögn af salti
 • ½ dl möndluspænir

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 175°C
 2. Bökunarpappir settur í botninn á 20 cm smelluformi
 3. Kransakökumassinn rifinn gróft og smjör hrært saman við.  Eggjum bætt við – einu í einu og hrært á milli
 4. Sítrónubörkur rifinn fínt og honum blandað saman við deigið ásamt möndlumjöli og salti – hrært
 5. Deiginu hellt í 20 cm smelluform með bökunarpappír í botninum. Möndluspæni dreift yfir og bakað í 30 mínútur. Kakan látin kólna – litlar kökur skornar út

 

Framsetning: Góð ein og sér með rjóma eða sem hluti af efirrétti t.d. með ís eða hindberjasorbet

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*