Halló Halloumi….

Grillaður halloumiostur í shawarmakryddlegi

 • Servings: 2 - 4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Fékk um daginn góðan grillaðan halloumiost og fannst það svo gott. Hef núna undanfarið verið með smá æði fyrir honum og er þetta einn rétturinn sem ég hef verið að búa til. Hugmyndin kemur úr bresku blaði en uppskriftin hefur tekið töluverðum breytingum.

Hráefni

 • 250 g halloumiostur – skorinn í sneiðar
 • 1 msk shawarma
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 1 msk olía

Salat

 • 2 tómatar
 • ½ agúrka
 • ½ rauður laukur
 • Lúka af myntu eða kóríander
 • 1 msk olía
 • ½ tsk edik
 • Salt og pipar

Sósa

Verklýsing

 1. Grillið hitað – gott að hafa háan hita
 2. Shawarma, sítrónusafi og olía blandað saman í skál – pennslað yfir halloumi ostasneiðarnar – gott að láta standa í 5 mínútur
 3. Agúrka, tómatar og laukur skorið smátt og blandað saman í skál ásamt olíu og ediki
 4. Hummus og grískri jógúrt blandað saman
 5. Halloumiosturinn grillaður á frekar háum hita (ef hitinn er of lágur bráðnar osturinn frekar og kemur síður fallegur litur á hann) – ágætt að loka grillinu á meðan til að halda hitanum háum.  Snúið við þegar kominn er fallegur litur á ostinn
 6. Salati dreift yfir stórt fat eða nokkur lítil. Sósu hellt yfir og sett meira af salati.  Halloumiostinum dreift jafnt yfir
 7. Gott að hafa tortillakökur með til að ná upp sósunni

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*