Snickers orkubitar… nammi, namm

Einfaldir hnetubitar

  • Servings: /Magn: 20 – 30 bitar
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Það er fátt skemmtilegra en að búa til eitthvað gott á stuttum tíma. Eins og oft áður rakst ég á þessa uppskrift að orkuríkum hnetubitum í sænsku blöðunum mínum. Ég ákvað að prófa og það er alveg hægt að mæla með þessum heimagerðu “snickers” bitum. Gott að eiga til að bjóða upp á … eða gæða sér á sjálfur.

Hráefni

  • 350 g hnetusmjör
  • 1 dl síróp
  • 1 dl sykur
  • 6 dl Rice Krispies
  • 1½ – 2 dl salthnetur
  • 1 dl trönuber – má sleppa

Ofan á

  • 200 g mjólkursúkkulaði
  • 1 dl salthnetur – saxaðar aðeins

Verklýsing

  1. Bökunarpappír settur í form sem er u.þ.b. 20×30 cm
  2. Hnetusmjör, síróp og sykur sett í pott og látið bráðna saman – má alls ekki sjóða
  3. Rice Krispies, hnetur og trönuber sett í stóra skál
  4. Hnetublandan úr pottinum sett saman við – blandað saman með sleikju
  5. Allt sett í formið og látið fylla vel út í öll horn – gott að þrýsta aðeins niður svo að bitarnir verði síður lausir í sér. Plastfilma sett yfir og látið standa í kæli í a.m.k. 2 klukkustundir
  6. Ofan á: Súkkulaði brætt rólega í vatnsbaði og smurt yfir. Hnetum stráð yfir
  7. Látið jafna sig í smá tíma og síðan skorið niður í hæfilega stóra bita – stærðin er að sjálfsögðu smekksatriði

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*