Súkkulaðibitakökur … þessar eru svo einfaldar

Hver vill ekki svona súkkulaðibitakökur?

 • Servings: Magn/:18 - 30 kökur - háð stærð
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Ég fékk að smakka þessar smákökur hjá Birtu (hún fékk uppskriftina hjá Huldu) en eins og oft áður luma þær tvær á góðum kökuuppskriftum.  Ég er búin að prófa að nota hinar og þessar súkkulaðitegundir og má segja að uppskriftin sé súper dúper einföld og fljótleg…. alveg upplagt að baka þessar með yngstu kynslóðinni.

Hráefni

 • 100 g púðursykur
 • 100 g sykur
 • 100 – 125 g smjör – við stofuhita
 • 1 tsk vanillusykur (eða korn úr ½ vanillustöng)
 • 1 egg
 • 1 tsk lyftiduft
 • 150 g hveiti
 • ½ tsk salt (sleppa ef notað er suðusúkkulaði með saltflögum og karamellu)
 • 175 g suðusúkkulaði (ég hef líka notað suðusúkkulaði með saltflögum og karamellu) – saxað

 

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 175°C (blástur)
 2. Sykur og smjör hrært saman
 3. Vanillusykri og eggi bætt út í
 4. Þurrefni sett út í og að lokum saxaðir súkkulaðibitar
 5. Skeið (stærð eftir smekk) notuð til að setja deigið á bökunarpappír.  Það er smekksatriði hversu stórar kökurnar eiga að vera – þær leka (renna út) þegar þær bakast og því gott að hafa nóg pláss á milli þeirra
 6. Bakað í 9 – 12 mínútur (háð stærð)

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*