Frískandi og þokukenndur sítrónudrykkur

Svalandi sítrónudrykkur með byggi - barley water

 • Servings: 4 - 6
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þennan frískandi drykk fékk ég hjá Eriku. Uppskriftin kemur úr gamalli sænskri bók og er drykkurinn alveg feikna frískandi og góður. Besta við hann er að hann er ekki of sætur og byggið gerir hann fallega þokukenndan. Frískandi drykkur sem er góður einn og sér eða í fallegu glasi með máltíð.

 

Hráefni

 • 3 lítrar vatn
 • 3 lífrænar sítrónur – þvo þær
 • 1 dl sykur
 • 3 msk bygg

Verklýsing

 1. Sítrónurnar flysjaðar með skrælara og börkurinn settur í skál út í 2½ lítra af sjóðandi vatni
 2. Sykri hrært saman við og hann látinn leysast upp – látið standa á meðan byggvatnið er soðið
 3. Byggið soðið í ½ lítra af vatni og látið sjóða í 30 – 45 mínútur
 4. Látið kólna aðeins, byggið síað frá og blandað saman við sítrónuvatnið – sítrónubörkurinn sigtaður frá
 5. Sítrónurnar pressaðar og safanum blandað saman við sítrónuvatnið – hrært og sett á flöskur eða í könnur og inn í kæli.  Drykkurinn er mjög svalandi kaldur

 

Geymsla:  Best að geyma í kæli

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*