Hvað er betra en heimagerður hummus?

Heimagerður hummus....namm

  • Servings: /Magn:1 skál
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin og hefur hummusinn verið notaður með grilluðum Halloumi eða bara góðu brauði eða kexi eins og t.d. Ketó hrökkkex. Einfalt og gott til að bjóða upp á eða bara eiga til að narta í.

 

Hráefni

  • 230 – 240 g kjúklingabaunir (niðursoðnar)
  • 1 msk limesafi eða sítrónusafi
  • 1 – 2 msk olía
  • ½ – 1½ dl vatn
  • ½ dl tahini
  • ½ tsk sumac
  • 1 tsk cumin
  • 1 tsk shwarmakrydd (t.d. frá Kryddhúsinu)
  • 1 tsk kókosflögur
  • Salt og pipar
  • Skreytt með nokkrum baunum, olíu og ögn af saltflögum

Verklýsing

  1. Baunirnar skolaðar og vökvinn sigtaður frá
  2. Panna hituð (hafa hana frekar heita) og baunirnar þurrristaðar á pönnunni
  3. Kryddið (sumac, cumin, shwarmakrydd og kókosflögur) sett á pönnuna og ristað með baununum – þá má lækka hitann aðeins svo að kryddið brenni ekki
  4. Olía, sítrónusafi, vatn (byrja á að setja ½ dl) og tahini sett í matvinnsluvél
  5. Þegar kjúklingabaunirnar og kryddið hafa ristast aðeins á pönnunni er því öllu hellt í matvinnsluvél og maukað saman. Gott að geyma nokkrar heilar baunir til að skreyta með
  6. Ath. einfaldari leið  það má sleppa að rista kjúklingabaunirnar og setja allt beint í matvinnsluvélina og mauka saman
  7. Saltað og piprað
  8. Hummusinn má þynna með vatni ef hann er of þykkur
  9. Borinn fram í skál (gott að nota skeið til að dreifa aðeins úr honum) – olíu hellt yfir og að lokum er skreytt með kjúklingabaunum

Geymsla: Geymist vel í kæli – mér finnst betra að hafa hann við stofuhita þegar boðið er upp á hann

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*