Bláberjapönnsur … svo fallega bláar

Amerískar pönnukökur með bláberjum

 • Servings: 3 - 5
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Fyrir nokkru fékk ég svo góðar bláberjapönnsur í brunch hjá Áslaugu frænku minni.  Hún notaði stór, fersk bláber  og litaðist deigið lítið.  Ég ákvað að prófa heima hjá mér og notaði frosin, lítil ber sem lituðu allt deigið – útgáfan hjá mér varð því aðeins meira blá en alveg eins góð.

 

Hráefni

 • 2 bollar hveiti
 • 1 msk lyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 1 msk sykur
 • 1 – 2 egg
 • 1½ – 2 bollar mjólk
 • 2 msk brætt smjör eða olía
 • 1 bolli bláber

Verklýsing

 1. Þurrefnum blandað saman í skál
 2. Mjólk og egg sett út í þurrefnin og hrært kröfuglega saman
 3. Olíu og frosnum bláberjum blandað saman við
 4. Ef deigið er látið standa kemur skemmtilegur litur á það um leið og bláberin þiðna
 5. Pannan hituð – best að hafa meðalhita.  Ef hitinn er of hár brenna pönnsurnar áður en þær ná að bakast í gegn.  Best að láta þær bakast í 3 – 5 mínútur á fyrri hliðini og svo þurfa þær bara að vera örstutta stund á seinni hliðinni eða þar til kominn er fallegur litur

 

Meðlæti: Góðar með osti eða jarðarberjum, banana og hunangi – ekki spillir að setja smá rjóma með eða bara það sem hverjum og einum finnst gott

 

Pönnukökurnar með stórum ferskum berjum

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*