Kjúklingur sem rífur í…

Kjúklingur með chili á austurlenska vísu

  • Servings: 3 - 4
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Það er alltaf gott þegar kjúklingaréttir rífa svolítið í og það á sérstaklega við þegar eldað er með chili. Þessi réttur fannst upphaflega í Fréttablaðinu og er vinsæll á heimilinu.  Eins og oft áður hefur uppskriftin tekið breytingum og þess vegna er rétturinn settur hér inn.

 

Hráefni

  • 1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri
  • 3 msk maizenamjöl
  • 1 egg
  • Salt og pipar
  • 1 rauð papríka – skorin í litla bita
  • 1 rauður ferskur chilipipar skorinn smátt (fræ mega vera með en því fleiri – þeim mun sterkari verður rétturinn)
  • 1 dl Cashew hnetur
  • 3 vorlaukar – skornir í litla bita

 

Sósa – (þeir sem vilja meiri sósu geta gert hana 1½ – tvöfalda)

  • 4 msk sojasósa
  • 1 tsk chiliflögur – þurrkaðar
  • 3 pressuð hvítlauksrif
  • 1 msk rifið ferskt engifer
  • 3 msk hunang
  • 1 – 2 tsk chilimauk (t.d. sambal oelek)
  • 1 – 2 msk Sriracha Hot Chili sósa

 

Verklýsing

Kjöt

  1. Kjúklingalæri skorin í litla bita og sett í skál
  2. Egg sett yfir kjúklinginn ásamt maizenamjöli – saltað og piprað
  3. Hrært saman og látið standa í skálinni

 

Sósa

  1. Allt hráefnið sett í skál – hrært saman

 

Samsetning

  1. Olía sett á pönnu og hún hituð – kjúklingur steiktur þar til hann er steiktur í gegn
  2. Tekinn af pönnunni og settur í skál
  3. Papríka, hnetur og chili sett á heita pönnuna og steikt í stutta stund
  4. Kjúklingur settur aftur á pönnuna og sósunni hellt yfir – látið malla í stutta stund
  5. Rétturinn borinn fram á pönnunni eða settur í skál – ferskum vorlauk stráð yfir

 

Meðlæti:

Soðin hrísgrjón og/eða salat

 

Kjúklingur í vinnslu

Sósa í vinnslu

Samsetnng

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*