Lambasteikur með sælkerablöndu

Lambasteikur með sælkerblöndu

 • Servings: fyrir 4
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann ég í blaði fyrir mörgum árum og er þetta hinn besti réttur. Hef notað hann bæði í matarboðum og í stórveislu.

Forvinna

Til að flýta fyrir er gott að skera lambasteikurnar niður áður og banka.

Hráefni

 • 800 g lambafille – skorið í 3 cm þykkar steikur
 • Salt og nýmalaður pipar
 • Olía

Sælkerblanda

 • 1 msk olía
 • 3 msk gott hunang
 • 3 msk ferskt óreganó – smátt saxað (3 tsk þurrkað óreganó)
 • 2 msk steinselja – smátt söxuð
 • 2 hvítlauksgeirar – pressaðir
 • 1 msk ysta lagið af sítrónuberki – rifið
 • 1 msk sítrónusafi
 • 2 msk rasp

Verklýsing

 1. Banka lambasteikur með buffhamri þannig að þær verði u.þ.b. 1,5-2 cm þykkar
 2. Sælkerblanda: Blanda saman olíu, hunangi, óreganó, steinselju, hvítlauk, sítrónuberki og sítrónusafa í skál
 3. Krydda lambasteikurnar með salti og pipar. Grillað á heitu grilli (eða steikt í olíu á vel heitri pönnu) í 30-50 sek. á hvorri hlið eða þar til þær verða fallega brúnar
 4. Setjið lambasteikurnar í ofnskúffu
 5. Penslið steikurnar með blöndunni, stráið raspi yfir og bakið við 180°C í 3-5 mínútur

Meðlæti

Byggsalati passar mjög vel með þessum rétti ásamt fersku salati. Einnig er hægt að nota kartöfluskífur eða strimla.

 

22062010 247

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*