Hollustukúlur með kaffinu

Hollustukúlur með kaffinu

 • Servings: u.þ.b. 35 kúlur
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fékk ég hjá Elínu til að eiga eitthvað ,,sætt“ með kaffinu í ,,sykurlausum febrúar“. Einstaklega saðsamar og góðar nammikúlur.

Hráefni

 • 5 – 6 döðlur
 • 4 – 5 fíkjur
 • 2 msk kakó
 • 2 msk hörfræ
 • 2 msk kókosolía
 • 2 msk sesamfræ
 • 2 msk kókosmjöli
 • Handfylli af möndlum
 • Handfylli af valhnetum
 • Einnig má setja:
  • Maca duft
  • Lucuma duft
  • Hampfræ
 • Örlítið af sterku kaffi – (má sleppa). Minnka þá aðeins kókosolíu
 • Kókosmjöl

Verklýsing

 1. Gott að setja hörfræin fyrst í matvinnsluvél til að mylja þau (líkaminn vinnur þá betur næringu úr þeim)
 2. Öðru hráefni bætt við og maukað vel saman
 3. Útbúnar kúlur og settar í box með kókosmjöli. Lokið sett á og hrist
 4. Geymt í kæli

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*