Frábært byggsalat

Frábært byggsalat

 • Servings: 4 - 5 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftina fann ég fyrir mörgum árum í blaði. Hún passar sérstaklega vel með lambasteikum (sjá Lambakjöt).

Forvinna

Byggsalatið má búa til nokkru áður og geyma í kæli. Þegar það er borið fram skal það vera við stofuhita.

Hráefni

 • U.þ.b. 3 dl íslenskt bygg (soðið í 9 dl af vatni) eða 500 g soðið bygg
 • 1 poki klettakál, smátt saxað
 • 2 msk furuhnetur
 • 2 msk rifinn parmesanostur
 • 4-6 msk sítrónusafi
 • 2-4 hvítlauksgeirar
 • Salt og nýmalaður pipar
 • Vorlaukur (má sleppa)

Verklýsing

 1. Bygg soðið og kælt. Best er setja byggið í kalt vatn og láta suðuna koma upp og sjóða í ca. 2 mín. Vatnið sigtað frá og byggið skolað – þannig verður það bragðbetra. Ath. Hlutföllin eftir skolun eru: 1 dl af byggi á móti 3 dl af vatni => suðan látin koma upp og soðið í 45 mínútur
 2. Hvítlauksgeirar og klettakál saxað smátt
 3. Allt sett í stóra skál og blandað vel saman
 4. Gott að léttsteikja heilan vorlauk og nota hann bæði sem skraut og til bragðbætis

Gott með

Rétturinn er góður einn og sér en tilvalinn sem meðlæti með kjöti ekki síst grillkjöti eins og lambasteikur með sælkerblöndu.

Geymsla

Byggsalatið geymist mjög vel í kæli.

 

22062010 272

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*