Súkkulaðipavlova með kókosbollurjóma og þristasósu

Súkkulaðipavlova með kókosbollurjóma og þristasósu

  • Servings: Magn: 1 kaka u.þ.b. 10 – 12 sneiðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi sykursæta kaka er heimatilbúin og þá sérstaklega fyrir sælgætisfólkið á heimilinu. Berin eru svona til að friða samviskuna aðeins. Þessi klárast alltaf þegar hún er á boðstólnum.

Forvinna

Hægt að baka botninn nokkrum dögum áður – afgangurinn er lítið mál.

Hráefni

 

Marengs

  • 4 eggjahvítur (130 – 150 g)
  • Tæp 1 tsk sítrónusafi
  • 2½ – 3 dl sykur
  • 60 g suðusúkkulaði – brætt

 

Fylling

  • 4 kókosbollur (8 litlar)
  • 5 dl rjómi

 

Sósa

  • 10 litlir þristar
  • ¼ – ½ dl matreiðslurjómi/rjómi

 

Skraut

  • Skreytt með ávöxtum eða meiri gotteríi

Verklýsing

Marengs

  1. Ofn hitaður í 135° – 140°C (stillt á blástur)
  2. Eggjahvítur þeyttar hálfstífar og sítrónusafa bætt við
  3. Sykrinum bætt út í smám saman og blandan þeytt í stífa toppa
  4. Suðusúkkulaði brætt og sett út í með sleikju. Blanda aðeins saman – þannig að rákir myndist.  Ath. ef súkkulaðið er brætt í örbylgjuofni er ágætt að gera það í áföngum og hræra í öðru hvoru
  5. Dreift á smjörpappír – mynda hring
  6. Bakað í 1 klukkustund.  Látið standa í ofninum yfir nótt

 

Rjómafylling

  1. Rjómi þeyttur og kókosbollum blandað saman við – dreift yfir marengsinn

 

Sósa

  1. Vatn sett í pott, skál sett ofan á pottinn og vatnið hitað. Varist að láta vatnið bullsjóða þar sem það getur skvetst í skálina. Þristar settir í skálina ásamt rjóma – látið bráðna
  2. Hrært í öðru hvoru þar til þristarnir hafa bráðnað og blandast saman við rjómann
  3. Sósan látin kólna aðeins – annars er hætta á að rjómafyllingin bráðni
  4. Sósunni hellt yfir og kakan skreytt

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*