Rækjukokteill með avókadó (lárperu) og lime

Rækjukokteill með avókadó (lárperu) og lime

 • Servings: Magn: 3 - 4 skálar
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Rækjukokteill var oft á matseðlum veitingastaða hér á árum áður.  Mér þótti hann góður en erlendis fékk ég mér líka stundum avókadó með rækjum ofan í og kokteilsósu.  Um daginn langaði mig að bjóða upp á sambland af þessari tvennu. Þetta er frískandi og góður réttur og ekki spillir fyrir hvað hann er einfaldur og fljótlegur.

Forvinna

Láta rækjurnar þiðna í sigti í kæli yfir nótt (hafa skál undir þannig að vökvinn renni af). Þá verða þær safaríkari. Upplagt að búa kokteilsósuna til daginn áður.

 

Hráefni

 • 320 – 350 g rækjur
 • 1 – 1½ avókadó
 • Limesafi
 • Heimagerð kokteilsósa
 • Salat – ísberg eða það sem hverjum og einum finnst gott
 • Gaman að setja baunaspírur með
 • Limesneið og paprikuduft – til skrauts

Verklýsing

 1. Rækjurnar látnar þiðna í sigti í kæli yfir nótt
 2. Kokteilsósa útbúin – sjá kokteilsósa
 3. Avókadó – skorið í bita og blandað varlega saman við limesafann (þá verður það síður dökkt)
 4. Salatið sett fyrst í skálarnar og síðan baunaspírur. Rækjum og avókadó bætt við og að lokum er sósan sett yfir. Það er misjafnt hvað fólk vill mikla sósu – hef sett minna af henni í skálarnar og borið hana fram með. Látið standa i stofuhita í a.m.k. 2 klukkutíma áður en gestirnir koma.
 5. Skreytt með paprikudufti og limesneið

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*