Ferskt og gott kúskús með melónu og granateplum

Ferskt og gott kúskús með melónu og granateplum

  • Servings: 2 - 3
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin. Stundum skipti ég kúskúsinu í tvennt þegar ég á bara eftir að setja granateplin og melónuna út í. Ástæðan er sú að það eru ekki allir á heimilinu jafnhrifnir af því að blanda ávöxtunum saman við – mér finnst það hins vegar mjög gott. Þessi réttur passar mjög vel með marineruðum lambakonfektbitum en einnig er hægt að borða hann einan og sér eða nota hann sem meðlæti með hvers kyns grillmat/kjöti.

Hráefni

  • 250 g kúskús (soðið í 3 msk olíu, 2½ dl vatni og 1 tsk salt sett út í )
  • 2 hvítlauksrif – pressuð
  • 1 msk sesamfræ
  • 1 – 2 dl vatnsmelóna (magn er smekksatriði) – skorin í litla bita
  • 2 msk mynta – söxuð smátt
  • 1 tsk sítrónusafi
  • ½ – 1 dl granatepli (magn er smekksatriði)

Verklýsing

  1. Kúskús soðið: Kúskúsi blandað saman við olíuna. Vatn ásamt salti er hitað í potti og suðan látin koma upp. Potturinn tekinn af hellunni og kúkúsinu hellt í pottinn – hrært saman. Lokið sett á pottinn og látið standa í 2 mínútur. Potturinn settur á mjög lágan hita, smá smjörklípa sett út í – hrært í u.þ.b. 3 mínútur
  2. Hvítlauk, sesamfræjum, sítrónusafa og myntu blandað saman við – hrært saman
  3. Að lokum eru granatepli og vatnsmélóna sett út í – betra ef kúskúsið hefur aðeins kólnað áður er ávöxtunum er blandað saman við

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*