Kryddbrauð – einfalt og gott

Kryddbrauð – einfalt og gott

  • Servings: /Magn: 1 brauð
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift hef ég átt í mörg ár en ég man ekki hvaðan hún kom. Það er mjög einfalt að skella í þetta kryddbrauð og ekki spillir fyrir að það er mjög gott.

Hráefni

  • 3 dl hveiti
  • 1 dl hrásykur
  • 2½ dl haframjöl
  • ½ dl hveitikím
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk negull
  • ½ tsk engifer
  • 3½ dl mjólk

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 200°C (yfir- og undirhiti)
  2. Öllum þurrefnum blandað saman í skál
  3. Mjólkinni blandað saman við
  4. Blöndunni hellt í smurt u.þ.b. 20 cm jólakökuform og bakað í neðstu rim í 35 – 40 mínútur. Oft er gott að setja bökunarpappír yfir brauðið, þegar það hefur verið 30 mínútur í ofninum, svo að það verði ekki of dökkt
  5. Tekið út og látið kólna

Gott með smjöri og/eða osti.


 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*