Gott hrökkbrauð – einfalt og gott

Gott hrökkkex- einfalt og gott

 • Servings: /Magn: 1 bökunarplata
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er mín útgáfa af mjög einföldu en hollu hrökkbrauði. Það er mjög auðvelt að búa hrökkbrauðið til og sérstaklega gott að eiga það til að narta í. Passar vel með alls konar áleggi eða bara eitt og sér. Mér finnst gott að gera tvöfalda uppskrift og setja á tvær bökunarplötur/ofnskúffur – þar sem að hrökkbrauðið er bakað á blásturstillingu má setja báðar bökunarplöturnar í einu í ofninn.

Hráefni

 • ½ dl sólblómafræ
 • ½ dl sesamfræ
 • ½ dl graskersfræ
 • ½ tsk saltflögur
 • ½ dl dökk birkifræ
 • 1 dl hörfræ
 • 1 dl maísenamjöl
 • ¼ – ½ dl repjuolía (rapsolía) eða ólífuolía
 • 1½ – 2 dl sjóðandi vatn
 • Saltflögum stað yfir í lokin – má sleppa

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 150°C (blásturstilling)
 2. Öllum þurrefnum blandað saman í skál
 3. Repjuolíu og sjóðandi heitu vatni hellt yfir og hrært saman – ágætt að láta standa í nokkrar mínútur
 4. Bökunarpappír settur í ofnskúffu og deiginu hellt yfir. Dreift vel úr deiginu með sleikju eða kökukefli (ef notað er kökukefli verður að vera bökunarpappír á milli þar sem deigið er blautt)
 5. Bakað í eina klukkustund
 6. Tekið úr ofninum, látið kólna og brotið í mismunandi stóra bita

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*