Ofureinföld ommiletta

Einföld og saðsöm eggjakaka

  • Servings: 2
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Ef maður er ekki í stuði í mikla matargerð, en er samt svangur  og langar í eitthvað gott, … þá er þessi réttur alveg tilvalinn.  Miklu fljótlegra og ódýrara en að hendast eftir skyndibita – svo er hann líka ketó

Hráefni

  • 100 – 150 g sveppir – skornir í sneiðar
  • 2 msk smjör
  • 1 – 2 hvítlauksrif – pressuð eða söxuð
  • 4 egg
  • 4 msk vatn
  • Salt og pipar
  • 1 dl rifinn ostur t.d. mozzarellaostur eða cheddarostur
  • Grænt krydd t.d. graslaukur eða steinselja

Verklýsing

  1. Smjör sett á pönnu og hún hituð.  Gott að fá góðan hita á pönnuna áður en sveppirnir eru settir á hana (ekki láta smjörið brenna). Sveppirnir steiktir á háum hita – hræra vel í þeim á meðan þeir eru að brúnast. Þegar kominn er fallegur litur á þá er hitinn lækkaður og hvítlauki bætt við.  Steikt aðeins á lágum hita, saltað með grófu salti og lagt til hliðar á disk
  2. Egg, vatn og aðeins af saltflögum pískað saman í skál
  3. Eggjablöndunni hellt á pönnuna.  Best að hafa hitann á pönnunni aðeins undir meðalhlita svo að hún brenni síður. Gott að lyfta brúninni upp hér og þar með gaffli eða spaða svo að eggjahræran bakist fyrr í gegn – tekur u.þ.b. 5 – 6 mínútur
  4. Osti stráð yfir og látið malla aðeins í 2 – 3 mínútur.  Sveppunum dreift yfir og steinselju eða graslauk stráð yfir í lokin

 

Sveppirnir steiktir á frekar háum hita til að fá fallegan lit á þá

Gott að lyfta brúninni eða gera holur hér og þar til að hræran bakist fyrr í gegn

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*