Undragott hrökkkex með morgunkaffinu

Hrökkkex - stútfullt af hollustu

 • Servings: /Magn: 2 plötur
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þetta hrökkkex er alveg sérstaklega gott með morgunkaffinu.  Upplagt að taka kexið með í nesti og nokkrar ostsneiðar til að setja ofan á.  Smá sulta er meira svona spari þegar á að gera vel við sig.  Af hverju ekki að skella í hrökkkex til að eiga með morgunkaffinu eða í nesti?

Hráefni

 • 6 döðlur – steinhreinsaðar
 • ½ dl kókosolía
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl hörfræ
 • ½ dl pistasíuhnetur (má sleppa og setja þá aðeins meira af kornum eða höfrum)
 • ½ dl graskersfræ
 • 3½ dl hafragrjón
 • 2 dl vatn
 • ½ msk gróft salt

Verklýsing

 1. Döðlur settar í matvinnsluvél eða blandara og aðeins grófhakkaðar.  Sólblómafræ, hörfræ, graskersfræ, hafragrjón, kókosolía og salt sett út í – maukað saman
 2. Vatni blandað saman við með sleikju – látið standa í 15 mínútur
 3. Ofninn stilltur á 165°C (blásturstilling)
 4. Blöndunni skipt í tvo jafna hluta og sett á bökunarpappírsarkir. Ein örk sett ofan á deigið (má nota þá sömu) og það flatt út með kökukefli.  Ath. þar sem deigið er blautt er ekki hægt að fletja út blönduna nema hafa bökunarpappír ofan á – annars klístrast allt við kökukeflið.  Ágætt að hafa þykktina um 2 mm
 5. Bökunarpappírinn tekinn af  og sett inn í ofn í 15 mínútur – hægt að setja báðar plöturnar í einu þar sem blástursstilling er notuð
 6. Tekið út og skorið í bita – smekksatriði en það má miða við 6 x 6 cm.  Gott að snúa kexinu þannig að það fái líka lit á hina hliðina – sjá myndir fyrir neðan.  Sett aftur inn í 5 – 12 mínútur – ágætt að fylgjast með í lokin svo að bitarnir verði ekki of dökkir. Ath. bökunartíminn fer eftir þykktinni á kexinu – oft er kexið þynnra á endunum og þá bakast þeir fyrr – þá er bara að upplagt að taka endana fyrr út og leyfa þykkri bitunum að bakast lengur

Maukað saman í matvinnsluvél

Eftir 15 mínútur í ofninum er ágætt að leggja bökunarpappír yfir kexið….

 ….og snúa því við þannig að það fái líka lit á hina hliðina

 

Stundum verður blandan meira maukuð í blandaranum sem er bara í góðu lagi

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*