Þessi toppar allt…

Eftirréttur - einn af þeim auðveldari

 • Servings: 4 - 5
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi eftirréttur er með þeim einfaldari – ekki verra að hann er líka mjög góður. Ef það leynast ennþá rifsber á runnunum í garðinum eða í frystinum er upplagt að nota þau. Mér finnst rifsber og hindber vera besta blandan en annars má nota þau ber sem hverjum og einum finnst best.   Enn og aftur er ég að prófa mig áfram með leirpottana mína en að sjálfsögðu má nota annað ílát sem þolir að fara í ofninn.

Hráefni

Í botninn

 • 1 dl haframjöl
 • 1 dl púðursykur
 • 1 dl hveiti
 • 70 g smjör
 • Rúmlega ½ tsk saltflögur

Ofan á

 • 3 – 3½ dl fersk eða frosin blanda af rifsberjum og hindberjum (eða einhver önnur ber)
 • 1½ dl hvítar súkkulaðiperlur

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 175°C (blásturstilling)
 2. Í botninn: Allt sett í skál og blandað saman með fingrunum. Blandan sett í eldfast mót eða leirpott
 3. Ofan á:  Berjum dreift yfir og síðan hvíta súkkulaðinu
 4. Sett inn í ofn í 30 – 35 mínútur
 5. Skreytt með ferskum berjum
 6. Borið fram volgt með þeyttum rjóma og/eða ís

Blandað saman með fingrunum

 

Berjum dreift yfir og síðan hvítu súkkulaði

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*