Fajitas með lambakjöti

Fajitas með lambakjöti

  • Servings: 1-2 Fajitas á mann
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Fajitas hefur oft verið á matseðlinum á heimilinu en uppskriftin hefur tekið breytingum. Fyrst vorum við alltaf með kjúkling en nú orðið kaupum við oft kindaafile eða lundir, grillum kjötið og skerum í þunnar sneiðar. Hlutfallslega borðar hver einstaklingur minna af kjöti þegar mikið meðlæti er með. Það nýjast er að börnin biðja líka um hakk og höfum við búið til útgáfu sem þau kunna vel að meta.

Hráefni

  • 70-100 g kindafile eða lundir á mann
  • Nautahakk (U.þ.b. 500 g + 1 bréf Taco krydd + ½ dl rjómaostur + 1 dl sýrður rjómi + salt og pipar)
  • Tortillur
  • Salsa
  • Guacamole
  • Maísbaunir
  • Ostasósu
  • Salat
  • Sýrður rjómi
  • Rifinn ostur
  • Jalapeno
  • Rauðlaukur
  • Paprika
  • Hrísgrjón

Verklýsing

  1. Kjötið er látið standa úti til að ná stofuhita. Kryddað með saltflögum og nýmöluðum pipar og sett á grillið. Við viljum hafa kjötið rautt í miðjunni og grillum það í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið – kjötið sett á skurðarbretti og látið jafna sig (ekki alveg að marka að skera í það strax). Kjötið skorið í mjög þunnar sneiðar
  2. Hakk steikt á pönnu – kryddað með taco kryddi.  Sýrðum rjóma og rjómaosti bætt við – ekki of mikið
  3. Tortillur hitaðar í álpappír í ofni eða á pönnu (ein í einu)
  4. Þá er bara að raða á kökuna – allt eftir smekk hvers og eins

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*