Góð ostakaka með browniesbotni

Góð ostakaka með browniesbotni

  • Servings: fyrir 8 - 10
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi kaka er afrakstur tilraunar hjá mér við að blanda saman brownies og ostaköku. Kakan var góð og jafnvel betri daginn eftir. Það getur verið gaman að skreyta kökuna með hindberjadoppum og hef ég stundum haft hindberjasósu með en hún er samt ekki nauðsynleg. Ef hindberjasósa á að vera með þarf að tvöfalda uppskriftina af hindberjamaukinu.

Forvinna

Þessa köku er upplagt að búa til daginn áður.

Hráefni

Botn

  • 1 dl pecanhnetur – saxaðar
  • 100 g smjör – við stofuhita
  • 1½ dl suðusúkkulaði (120 g)
  • 2 dl sykur
  • 2 egg
  • 1½ dl hveiti
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 msk af hvítum súkkulaðidropum – má sleppa
  • 1 msk suðusúkkulaði – saxað

 

Hinberjamauk – má sleppa

  • 50 g frosin hindber – látin þiðna
  • 1 msk flórsykur
  • Dropar af sítrónusafa sítrónusafi

 

Fylling

  • 400 g rjómaostur – við stofuhita
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 2 dl sykur
  • 4 egg
  • Börkur af ½ sítrónu – rifinn fínt
  • 1 tsk vanillusykur

Verklýsing

Botn

  1. 23 – 24 cm bökuform smurt (eða með bökunarpappír í botninum)
  2. Súkkulaði hitað yfir heitu vatnsbaði (ekki hafa hitann of mikinn) – látið kólna aðeins
  3. Smjör og sykur – þeytt saman. Eggjum bætt við einu í einu
  4. Súkkulaðið sett út í eggjablönduna ásamt vanilludropum – blandað vel saman
  5. Hveiti, pecanhnetum og súkkulaðidropum bætt við – blandað saman með sleif
  6. Deigið sett í botninn á forminu og út á kantana – gott að setja inn í kæli á meðan fyllingin er gerð

Hindberjamauk – má sleppa

  1. Hindber og flórsykur sett í matvinnsluvél eða blandara – maukað saman
  2. Maukið sigtað í gegnum fíngert sigti
  3. Smakkað til með sítrónusafa og safinn notaður til að skreyta ofan á kökuna.  Afgangur af hindberjamauki og safa borið fram með kökunni

Fylling

  1. Ofninn hitaður í 175°C
  2. Rjómaostur, sykur og sýrður rjómi – þeytt saman
  3. Eggi bætt við einu í einu og því næst sítrónuberki og vanillusykri. Allt hrært saman þar til blandan verður slétt og fín. Sett í bökuformið ofan á súkkulaðideigið
  4. Ef hindberjasafi er gerður eru doppur settar ofan á kökuna hér og þar eða í hringi. Hnifur dreginn í gegnum hverja doppu
  5. Bakað í ofni í klukkustund – gott að láta kökuna kólna og jafnvel standa í nokkra klukkutíma áður en hún er borin fram

Meðlæti

Sumum finnst gott að hafa þeyttan rjóma með.

IMG_5754

 

Kaka með hindberjamauki

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*