Reyktur lax með limesósu
Uppruni
Heimagerður smáréttur/forréttur. Hægt að bera fram sem álegg eða raða á disk eitt og sér. Eins og svo oft áður er gott að eiga nýbakað sólarhringsbrauð eða sneiðar af því í frystinum. Velgja þær aðeins í ofninum áður en laxinn er settur ofan á.
Hráefni
- Biti af reyktum laxi – niðursneiddur
- U.þ.b. 1 dl sýrður rjómi
- U.þ.b. 1 msk fersk mynta – söxuð
- U.þ.b. 1 tsk sykursýróp/hunang
- Nokkrir dropar sítrónusafi
- Söxuð mynta til skrauts
Verklýsing
- Sýrðum rjóma, myntu, sætu og sítrónusafa hrært saman í skál – smakkað til. Það er betra að láta sósuna aðeins jafna sig þannig að myntubragðið nái að njóta sín
- Niðursneiddur lax settur á disk eða ofan á brauðbita og sósan þar ofan á
- Skreytt með saxaðri myntu



