Pastasúpa með nautahakki

Pastasúpa með nautahakki

  • Servings: fyrir 3-4
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Hugmyndin kemur úr gamalli uppskrift en hún hefur tekið breytingum – alltaf mjög vinsæl hjá börnunum.

Forvinna

Það má forvinna allt en pastað er soðið í súpunni í lokin.

Hráefni

  • 1 msk matarolía
  • 2 hvítlauksrif – pressuð
  • 400 g nautahakk
  • 1½ – 2 l nauta- eða lambakjötssoð (heitt vatn + kjötkraftur – magn kjötkrafts mismunandi en það má sjá á pakningunni)
  • 70 g tómatkraftur (u.þ.b. 3 msk)
  • ¼ tsk cayennepipar
  • 3 tsk óreganó
  • 4 gulrætur – niðurskornar
  • 125 – 220 g pastaslaufur
  • Nokkrir dropar tapasco
  • Pipar og salt
  • Steinselja til skrauts
  • Rifinn parmesanostur

Verklýsing

  1. Olía og pressuð hvítlauskrif hituð í potti á vægum hita
  2. Hakkið sett í pottinn og steikt
  3. Tómatkrafti, vatni og kjötsoði bætt við – hitað
  4. Cayennepipar, oreganó og gulrætur sett út í og hitað að suðu
  5. Pastaslaufur soðnar í súpunni í u.þ.b. 11-13 mínútur (sjá umbúðir)
  6. Bragðbætt með tapasco, salti og pipar
  7. Skreytt með steinselju og parmesansosti

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*