Barnvænir pizzusnúðar

Barnvænir pizzusnúðar

  • Servings: 46 - 48 snúðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu. Snúðarnir hafa oft verið á boðstónum í barnaafmælum enda mjög vinsælir.  Snúðana er frábært að eiga í frysti til að geta náð í þegar metta þarf maga eða til að taka með í nesti. Það er upplagt að nota ost, sem er kominn á tíma í ísskápnum, eða eitthvað annað spennandi. Ég nota stundum afgang af heimagerðu pizzusósunni sem geymist mjög vel í kæli.

Hráefni

Deig

  • 5 dl mjólk
  • 1 pk þurrger (50 g pressuger)
  • ½ dl ólífuolía
  • 2 tsk salt
  • 1 egg
  • 12 – 14 dl hveiti

 

Fylling

  • 1 dl tómatpúrra
  • 1 dl pizzusósa/tómatsósa – t.d. lífræn
  • ½ dl ólífuolía
  • 1 msk soyasósa
  • 2 tsk óreganó
  • 1 hvítlauksrif
  • 200 g skinka/pepperóni
  • 2 dl sambland af því sem er vinsælast hjá börnunum á heimilinu – t.d. ananas, sveppir, ólífur, hakk og rjómaostur
  • 250 g rifinn ostur

 

Ofan á

  • 1 egg (hrært)
  • 100 g rifinn ostur

Verklýsing

Deig

  1. Mjólk hituð í 37°C – Góð ráð við gerbakstur. Ger, salt og olía sett í skál og blandað saman við mjólkina
  2. Setjið nokkra dl af hveiti í skálina og hrærið með sleikju
  3. Bætið síðan egginu við (gott að hafa það við stofuhita) og hrærið
  4. Afgangi af hveiti bætt við og hnoðað þar til deigið verður þannig að hægt sé að koma við það án þess að það klístrist við mann – passa samt að hafa það ekki of þurrt
  5. Látið hefast í u.þ.b. 35 mínútur með rakan klút yfir skálinni – láta það lyftast tvöfalt

 

Fylling – á báða helminga

  1. Blanda saman tómatpúrru, pizzusósu, olíu, soyasósu, oregano og pressuðum hvítlauk
  2. Pepperóni, skinka og annað vinsælt sambland. Osturinn rifinn (gott að nota ostafganga og/eða rifinn pizzuost)

 

Samsetning

  1. Deiginu skipt í tvennt. Hvor hluti flattur út ca. 30×40 cm
  2. Tómathræran smurð ofan (helmingur af henni) . Pepperóni, ólífum, skinku eða það sem hver og einn vill dreift yfir ásamt osti
  3. Rúllað saman og skorið í bita. Gott að skipta rúllunni fyrst í tvennt, skipta síðan hvorum helmingi í þrjá hluta og síðan hverjum þriðjungi í tvo. Það eiga að koma 24 snúðar úr hvorri rúllu. Gott að gera far með hnífnum, þegar verið er að skipta niður, og skera svo alveg niður þegar búið er að áætla stærð snúðann (sjá mynd fyrir neðan)
  4. Sett á bökunarpappír og látið hefast undir dúk (viskustykki) í 30 mínútur
  5. Það sama gert við hinn helminginn => samtals 48 snúðar
  6. Ofninn hitaður í 250°C
  7. Penslað með hrærðu eggi og rifnum osti dreift yfir
  8. Bakað í ca. 8 -12 mínútur

Geymsla

Það er mjög vinsælt að eiga pizzusnúða í frystinum.  Gott að afþýða snúðana í örbylgjuofninum og borða þá ylvolga (varast að hita þá of mikið því þá harðna þeir).  Ef afþýða á mikið magn af snúðum hefur mér þótt betra að taka þá snemma út og láta þá þiðna hægt og rólega – síðan er gott að velgja þá aðeins í ofninum (u.þ.b. 50°C).

IMG_6382

IMG_6383

Þar sem ekki allir á heimilinu eru jafnhrifnir af ólífum læt ég þær (smátt skornar) á suma snúðana en rifinn ost á alla. Ef almenn sátt er með ólífur mega þær mjög gjarnan vera með í fyllingunni

IMG_6384

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*