Súpergott sítrónumarengspæ

Sítrónupæ með marengs

  • Servings: 10-12 sneiðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er úr sænsku blaði og er hún sérstaklega góð.

Forvinna

Tilvalið að baka botninn daginn áður, rífa sítrónubörkinn og hafa sítrónusafann tilbúinn.  Eins má baka kökuna daginn áður og geyma í kæli (ekki setja plast yfir).

Hráefni

Deig

  • 100 g smjör – mjúkt
  • U.þ.b. 2½ dl hveiti
  • 1 egg
  • ½ dl flórsykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk vanillusykur

 

Sítrónufylling

  • 3 egg
  • 3 dl sykur
  • 1½ dl hveiti
  • 2-3 lífrænar sítrónur – safi og rifinn börkur

 

Marengs

ATH. marengsinn er ríflegur og það má alveg minnka hann með því að hafa 5 eggjahvítur og hlutfallslega minni sykur

  • 6 eggjahvítur
  • 3 dl sykur
  • Smá sítrónusafi

Verklýsing

Deig

  1. Hráefni blandað saman og hnoðað – gott að láta það standa aðeins í kæli
  2. Ofninn hitaður í 180°C
  3. Deigið flatt út og sett í u.þ.b. 30 cm pæform – gott að hylja botn og kant vel
  4. Pikka botninn aðeins með gaffli og baka í ofni í 10-15 mínútur eða þar til kominn er fallegur litur

 

Sítrónufylling

  1. Egg og sykur þeytt saman þar til það verður létt og ljóst (u.þ.b. 5 mínútur) – mikilvægt að þeyta vel
  2. Sítrónuberki, safa og sigtuðu hveiti bætt við – blanda varlega saman með sleif
  3. Fyllingu hellt í formið og bakað í 15-20 mínútur eða þar til hún verður stíf

 

Marengs

  1. Ofninn hitaður í 225°C
  2. Eggjahvítur þeyttar þar til þær verða hálfstífar. Sykri bætt út í smátt og smátt. Þeytt þar til hræran er orðin hvít og stíf
  3. Sítrónusafa bætt við með sleikju
  4. Marengsdeiginu dreift yfir pæformið – hægt að nota skeið eða sleikju til að gera toppa (stundum vilja þeir brenna). Bakað í u.þ.b. 5 – 10 mínútur eða þar til marengsinn hefur fengið fallegan lit
  5. Skreytt með myntu og sítrónusneiðum

Meðlæti

Gott að bera fram með þeyttum rjóma en það er alls ekki nauðsynlegt.

Geymsla

Pæið geymist í mjög vel í kæli í nokkra daga.

img_8007

img_8006
img_8005 img_8004img_7999

IMG_4764

IMG_5187

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*