Frábær kjúklingur með osta- og hnetufyllingu
Uppruni
Þessi uppskrift er heimasmíð systur minnar, Ernu Guðrúnar.
Hráefni
- 6 kjúklingabringur
- 1 dl salthnetur
- 1 dl fetaostur
- Búnt af fersku kóriander
- Stórt bréf beikon
Verklýsing
- Ofninn hitaður í 180°C
- Salthnetur, fetaostur og kóriander sett í skál og hrært saman
- Skorið í kjúklingabringurnar og mynduð hola fyrir fyllinguna
- Setjið fyllinguna í holuna og vefjið beikoni utan um hverja bringu. Gott er að nota tannstöngla til að festa beikonið
- Kjúklingabringurnar settar í eldfast mót og hafðar í ofninum í 30 mínútur
Meðlæti
Gott að hafa ofnsteiktar sætar kartöflur, með þessum rétti ásamt fersku salati.
Fylling

Fyllingin sett í bringurnar

Búið að vefja beikoni utan um bringurnar
Hugmynd
Afgangur passar vel í tortilluköku ásamt salati og sýrðum rjóma – gott nesti.






