Súkkulaðikaka með pekanhnetum og karamellu

Súkkulaðikaka með pekanhnetum og karamellu

  • Servings: 10-12 sneiðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fékk ég hjá Kristrúnu og er hún alltaf jafngóð.

 

Hráefni

Kaka

  • 80 g smjör – mjúkt
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 3 egg
  • 3 dl sykur
  • 1 tsk vanilludropar eða Vanilu extraxt
  • 1½ dl hveiti
  • ½ tsk salt
  • 100 g grófsaxaðar pekanhnetur
  • 100 g saxað suðusúkkulaði

 

Karamellusósa

  • 60 g smjör
  • 1 dl púðursykur
  • 2 msk rjómi

Verklýsing

Kaka

  1. Ofninn hitaður í 175°C
  2. Smjör og súkkulaði brætt í potti við vægan hita
  3. Egg og sykur þeytt þar til hræran er orðin létt og ljós
  4. Hveiti, vanilludropum og salti bætt við og hrært í með sleif
  5. Súkkulaðibráðinni hellt út í og hrært áfram
  6. Sett í springform 22-24 cm og bakað í 15 mínútur

 

Karamellusósa

  1. Púðursykur og smjör brætt saman í potti
  2. Rjóma bætt við þegar smjör og púðursykur hafa blandast vel saman

 

Í lokin

  1. Takið kökuna úr ofninum, dreifið pekanhnetum og karamellusósu yfir og bakið í 20 mínútur í viðbót
  2. Súkkulaðinu stráð yfir þegar kakan er komin úr ofninum

Meðlæti

Borin fram með þeyttum rjóma eða ís.

Kaka í vinnslu

Karamellusósa í vinnslu

Í lokin

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*