Appelsínudraumur
Uppruni
Þessi uppskrift er úr sænsku blaði og er hún sérstaklega góð.
Forvinna
Tilvalið að útbúa appelsínufyllinguna og baka deigið einhverju áður.
Hráefni
Deig
- 150 g smjör – mjúkt
- 4 dl hveiti
- 1 eggjarauða
- ½ tsk salt
- 3 msk sykur
- 2 -3 msk vatn
Appelsínufylling
- 2 – 3 lífrænar appelsínur – safi og aðeins af berki (fyrir þá sem vilja meira appelsínubragð)
- 4 eggjarauður
- 3 msk sykur
- 3 msk maizenamjöl
- 50 g smjör
Marengs
- 5 eggjahvítur
- 2½ dl sykur
Verklýsing
Deig
- Hráefni blandað saman og hnoðað. Geymt á köldum stað í a.m.k. 30 mínútur. Eggjahvítan lögð til hliðar
- Ofninn hitaður í 175°C. Deigið flatt út í smurt 22 – 24 cm springform (með lausa kanta). Deigið látið fara vel upp á kantana – jafnvel að krækja því yfir kantinn á forminu þar sem deigið á það til að leka niður. Pikkað aðeins með gaffli í botninn og bakað í u.þ.b. 10 mínútur
Appelsínufylling
- Appelsínurnar pressaðar, safinn settur í pott ásamt maizenamjöli. Eggjarauðum bætt við – geyma eggjahvíturnar
- Sykri bætt við og hrært í þar til að blandan þykknar – má alls ekki sjóða. Til að fá meira appelsínubragð er hægt að rífa aðeins af applsínuberki og blanda saman við
- Smjöri bætt við og látið bráðna. Fyllingin sett í ísskáp í smá stund og látin kólna
Marengs
- Eggjahvítur þeyttar þar til þær verða hálfstífar. Sykri bætt út í smátt og smátt – þeytt þar til hræran er orðin stíf
Samsetning
- Fyllið formið með appelsínufyllingu og marengsdeigið sett varlega ofan á
- Kakan er bökuð í 5 – 7 mínútur eða þar til marengsinn hefur tekið fallegan lit
- Látin kólna áður en hún er borin fram
Geymsla
Kakan geymd í kæli.
Botninn gerður
Appelsínufylling
Marengs og samsetning












