Pizzusnúðar – meira fullorðins

Pizzusnúðar – meira fullorðins

  • Servings: 46 -48 snúðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu.

Hráefni

Deig

  • 5 dl mjólk
  • 1 pk ger (50g pressuger)
  • ½ dl ólífuolía
  • 2 tsk salt
  • 1 egg
  • 12 – 14 dl hveiti

Fylling – á báða helminga

  • 2 dl tómatpúrra
  • ½ dl olífuolía
  • 2 msk soyasósa
  • 2 tsk óreganó
  • 1 hvítlauksrif
  • 150 g salami/pepperoni
  • 2 dl steinlausar olífur, grænar
  • 250 g rifinn ostur

Ofan á

  • 1 egg (hrært)
  • 100 g rifinn ostur

Verklýsing

Deig

  1. Mjólk hituð í 37°C – Góð ráð við gerbakstur. Ger, salt og olía sett í skál og blandað saman við mjólkina
  2. Setjið nokkra dl af hveiti í skálina og hrærið með sleif
  3. Bætið síðan egginu við (gott að hafa það við stofuhita) og hrærið
  4. Afgangi af hveiti bætt við og hnoðað þar til deigið verður þannig að hægt sé að koma við það án þess að það klístrist við mann – passa samt að hafa það ekki of þurrt
  5. Látið hefast í u.þ.b. 35 mínútur með rakan klút yfir skálinni – láta það lyfta sér tvöfalt

 

Fylling

  1. Blanda saman tómatpúrru, olíu, soyasósu, oregano og pressuðum hvítlauk
  2. Pepperóni og ólívur hakkað. Osturinn rifinn (gott að nota ostafganga og/eða rifinn pizzaost)

Samsetning

  1. Deiginu skipt í tvennt. Hvor hluti flattur út ca. 30×40 cm
  2. Tómathræran smurð ofan á (helmingur af henni). Pepperóni, ólifum og osti dreift yfir
  3. Rúllað saman og skorið í bita. Annar endinn klipinn aðeins saman og bitarnir settir á bökunarpappír. Látið hefast undir dúk (viskustykki) í 30 mínútur
  4. Ofninn hitaður í 250°C
  5. Penslað með hrærðu eggi og rifnum osti dreift yfir
  6. Bakað í ca. 8 – 12 mínútur

 

Geymsla

Það er mjög gott að eiga pizzusnúða í frystinum.

img_0492

IMG_6382

IMG_6383

IMG_6384

img_0491 img_0490

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*