Kókosbollusnúðar… maður stenst þá einfaldlega ekki

Mjúkir kókosbollusnúðar

 • Servings: /Magn: 48
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Það er bara fátt betra en nýbakaðir snúðar.  Heimisins bestur snúðar hafa alltaf verið vinsælir en þessir hitta líka í mark.  Mjúkir og góðir snúðar sem er upplagt að setja nýbakaða í frysti og eiga þegar von er á gestum þ.e.a.s. ef heimilsfólkið er ekki þegar búið með þá.

 

Hráefni

Deig

 • 800 – 850 g hveiti
 • 100 g sykur
 • 1 tsk kardimomma
 • ½ tsk salt
 • 50 g pressuger (12 g þurrger)
 • 1 egg
 • 5 dl mjólk
 • 110 g smjör

Fylling

 • 8 kókosbollur (eða 16 litlar kókosbollur)
 • 100 g smjör

Sykurvatn

 • 150 g sykur
 • 100 g vatn

 

Verklýsing

 1. Mjólk og smjör hitað í 37°C (best að bræða smjörið fyrst og hella mjólkinni út í)
 2. Ger, kardimommur, sykur og salt sett í skál og blandað saman
 3. 37°C (má alls ekki vera heitari) heitri mjólkurblöndunni er hellt í skálina
 4. Setjið nokkra dl af hveiti í skálina og hrærið
 5. Bætið síðan egginu við (gott að hafa það við stofuhita) og hrærið
 6. Afgangi af hveiti bætt við og hnoðað þar til deigið verður þannig að hægt sé að koma við það án þess að það klístrist við mann – passa samt að hafa það ekki of þurrt
 7. Látið hefast í 1 klukkustund með rakan klút yfir skálinni – á stað sem ekki er trekkur
 8. Deiginu er skipt í tvennt – flatt út ca 25×50 cm
 9. Mjúku eða bræddu smjörinu er dreift yfir deigið
 10. Muldum kókosbollum dreift yfir (4 á hvorn helming), búin til rúlla úr deiginu og henni skipt í tvennt
 11. Til að stærð snúðana verði sem jöfnust er hvorum helming síðan skipt í þrjá hluta og síðan hverjum þriðjungi í tvo.  Það eiga að koma 24 snúðar úr hvorri rúllu
 12. Gera það sama við hinn helminginn => samtals koma 48 snúðar úr uppskriftinni. Ath: það má hafa snúðana færri og stærri en þá þurfa þeir aðeins lengri bökunartíma
 13. Raðið snúðunum á smjörpappír + bakstursplötur og látið hefast aftur í 1 klukkustund með klút yfir (ekki þar sem er trekkur og gott að spreyja vatni yfir klútana)
 14. Ofninn hitaður í 250°C (yfir- og undirhiti)
 15. Sykurvatn: Vatn og sykur sett í pott og hitað að suðu.  Látið sjóða þangað til sykurinn hefur leyst upp (u.þ.b. 5 mínútur)
 16. Snúðarnir bakaðir í u.þ.b. 5 – 7 mínútur. Um leið og snúðarnir koma úr ofninum er sykurvatninu penslað yfir þá.  Fallegt að strá kókosflögum yfir í lokin

Geymsla

Snúðarnir eru bestir nýbakaðir en eins og áður sagði er gott að setja þá í frysti.  Þá er best að láta þá kólna aðeins áður en þeir eru settir í plastpoka og inn í frysti.  Mér finnst gott að taka þá út aðeins áður og láta þá þiðna á borðinu.  Þá þurfa þeir bara að vera örstutta stund í örbylgjuofninum.

Ath. Ef snúðarnir eru hitaðir of lengi í örbylgjuofninum verða þeir harðir.

 

]

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*