Rabarbarasnúðar sem gera daginn betri

Svo góðir rabarbarasnúðar

 • Servings: /Magn: 18 stk
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þegar rabarbarauppskeran er í hámarki er upplagt að ná sér í nokkra stilka og baka rabarbarasnúða.  Ég fann þessa uppskrift í sænskri bók en er búin að breyta henni töluvert.  Þetta er mín útgáfa af þessari góðu uppskrift og skemmtileg viðbót í snúðaflóruna.

 

Forvinnsla 

Crumble má búa til áður. Sama má segja með rabarbaramaukið.

 

Hráefni

Deig

 • 3 tsk þurrger
 • 1½ dl köld mjólk
 • 1½ dl kalt vatn
 • 125 g smjör – kalt og skorið í teninga
 • 1 dl sykur
 • 1 msk kardimommur – steyttar
 • 1 tsk gróft salt
 • 9 – 10 dl hveiti
 • 1 egg

 

Rabarbaramauk

 • 100 – 120 g rabarbari – skorinn í bita
 • ½ vanillustöng (skorin í tvennt) eða 3 tsk vanillupaste (Organic vanilla flavouring paste)
 • 75 – 80 g púðursykur

 

Fylling

 • 100 g marsipan – rifið
 • 100 g smjör – við stofuhita

Crumble

 • 1 dl hveiti
 • 30 g smjör – kalt
 • 1/3 dl flórsykur
 • ¼ tsk vanillusykur

 

Verklýsing

Deig

 1. Allt hráefni sett í skál og hnoðað í 15 mínútur – ágætt að setja ekki allt hveitið í einu heldur smátt og smátt – þegar deigið er hnoðað svona lengi verður það glansandi og teygjanlegt
 2. Sett í kæli í 10 – 20 mínútur

 

Rabarbaramauk

 1. Rabarbari, púðursykur, vanillupaste (og stöngin) sett í pott – látið malla þar til rabarbarinn verður mjúkur – hrært reglulega. Þegar blandan er orðin þykk eins og marmelaði er maukið tilbúið. Vanillustöngin tekin upp úr (ágætt að nota hníf til að skafa innan úr henni) og blandan látin kólna

 

Fylling

 1. Möndlumassi rifinn gróft og smjör mýkt – svo gott sé að dreifa úr því

 

Crumble

 1. Hveiti, smjör, flórsykur og vanillusykur blandað saman með fingrunum eða í matvinnsluvél (verður að deigi ef það er unnið of mikið) – þar til allt blandast saman

 

Deig

 1. Deigið tekið út úr kæli – sett á hveitistráða borðplötuna og flatt út (u.þ.b. 70×40 cm)
 2. Smjöri dreift yfir allt deigið. Rabarbaramaukið sett á annan helminginn (fyrir ofan). Marsipani dreift yfir hinn helminginn (sjá mynd)
 3. Rúllað upp – byrja efst. Þegar búið er að rúlla upp er ágætt að toga í sitt hvorn endann – skera í 18 jafna bita – skipta fyrst í tvennt… síðan í þrennt og svo hverjum bút í þrennt .. þannig að hvor endi verður 9 bitar. Snúðunum raðað í ofnskúffu með bökunarpappír eða þeir settir beint í pappírsform á ofnskúffuna
 4. Látnir hefast í 50 – 70 mínútur undir viskustykki þar sem lítill trekkur er
 5. Ofninn hitaður í 230°C
 6. Snúðarnir penslaðir með pískuðu eggi (hrærðu með gaffli) og vel af crumble sett á miðjuna
 7. Ofnskúffan sett í ofninn og hitinn lækkaður í 200°C – bakað í 15 – 20 mínútur (fylgjast með síðustu mínúturnar svo að snúðarnir verði ekki of dökkir)
 8. Snúðarnir látnir kólna á grind

 

Geymsla: Þessa snúða er upplagt að frysta og eiga þegar gesti ber að garði.

 

Hráefni

 

 

Rabarbaramauk í vinnslu

 

 

Crumbla í vinnslu

 

Snúðar tilbúnir til að fara í ofninn

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*