Jólasíldin hennar mömmu

Jólasíldin hennar mömmu

 • Servings: /Magn: 2 stórar krukkur
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Mamma hefur lagað þessa síld um hver jól frá því að ég man eftir mér. Uppskriftina tók hún með sér frá Svíþjóð þegar við bjuggum þar. Glasmästar sild á sérstaklega vel við með Gotlandslimpunni eða með rúgbrauði.

Mamma mín lærði það af mömmu sinni að leggja síldina í mjólkurblöndu yfir nótt.  Þá var síldin sett í fat og mjólkurblöndu (½ mjólk og ½ vatn) hellt yfir þannig vel flyti yfir.  Fatið er svo geymt í kæli yfir nótt.  Þetta er ekki nauðsynlegt en mildar aðeins síldina.

Forvinna:

Síldin þarf að standa í 1 viku í kæli áður en hún er borðuð.

Hráefni

 • 4 stk síldarflök – keypt hjá fisksala (hvert flak skorið í ca 6 bita)
 • ½ rauðlaukur – skorinn í þunnar sneiðar
 • 6 – 10 cm blaðlaukur – skorinn í þunnar sneiðar
 • 1 – 1½ gulrót – skorin í þunnar sneiðar
 • 5 – 10 þunnar sneiðar piparrót
 • U.þ.b. 10 svört piparkorn
 • U.þ.b. 10 negulnaglar
 • 2 – 3 lárviðarlauf

Ath. Það er u.þ.b. jafn mikið magn af síld og hinu hráefninu þegar búið er að skera það niður

 

Lögur

 • 1 dl edik
 • 1 – 1½ dl vatn
 • 1 dl sykur
 • 5 hvítpiparkorn
 • 5 svartpiparkorn
 • 2 lárviðarlauf

Verklýsing

 1. Síladarflökin skorin niður í bita (u.þ.b. 1½ – 2 cm breiða)
 2. Annað hráefni skorið niður – kryddið látið fylgja með
 3. Allt sett í 2 – 3 stórar krukkur

 

Lögur

 1. Lögur settur í pott og hitaður þannig að sykurinn leysist upp.  Látið kólna og hellt síðan í krukkurnar
 2. Krukkunum lokað og þær geymdar í kæli í a.m.k. viku

Geymsla

Geymist mjög vel í lokaðri krukku í kæli.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*