Ostakökur í glasi með hindberjamauki og engiferi - fljótlegur og góður eftirréttur
Uppruni
Sá þennan rétt búinn til í breskum sjónvarpsþætti – þurfti að giska á magnið en finnst þessi útkoma vera góð. Mér finnst best að rétturinn sé gerður samdægurs en hann er einnig góður daginn eftir. Best að skreyta hann bara rétt áður en hann er borinn fram.
Hráefni
- 7 – 8 stk engiferkex (Gingerkex)
- 2 dl hindber (fersk eða frosin)
- 2 msk flórsykur
- Smá Viskí – má sleppa
- 3 – 4 dl rjómi
- 200 g hreinn rjómaostur (philadelphiaostur) – við stofuhita
- 1 – 1½ stk engiferkúla – sultaður engifer (Stem Ginger in Syrop)
- U.þ.b. 1 msk sykursíróp (sírópið sem engiferkúlan liggur í) og nokkrir dropar í kexmulninginn
- 1 – 1½ tsk sítrónubörkur – helst lífrænn
Verklýsing
- Kexið mulið og sett í glös. Bleytt með nokkrum dropum af engifersírórpi – þjappað aðeins saman
- Hindber og flórsykur – maukað saman – ögn af viskí bætt við (fyrir þá sem vilja)
- Rjómi þeyttur. Rjómaostur pískaður saman við. Engiferkúlan rifin fínt og henni bætt við. Síróp sett út í – hrært létt. Sítrónubörkur rifinn fínt – blandað saman við
- Helmingur af rjómaostblöndunni settur ofan á kexmylsnuna í glösunum
- Hinberjamaukið kemur þar ofan á (skilja smá eftir til að skreyta með í lokin). Það sem eftir er af rjómablöndunni er sett næst í glösin og að lokum er skreytt með hindberjamauki. Einng er fallegt að skreyta með myntu, kexmulningi og/eða hindberjum
Geymsla:
Lok/plast sett yfir glösin og geymt í kæli – ágætt að taka þau út aðeins áður en rétturinn er borinn fram. Geymist u.þ.b. 2 daga í kæli.
Einfaldari útgáfa: hræra saman hindberjum og flórsykri